Flestir tengja stórar vinnuvélar við mikinn hávaða og mengun en mikil þróun til hins betra hefur þó átt sér stað í gera þær sparneytnari, umhverfisvænni og hljóðlátari. Nú þegar eru á markaði rafdrifnar vélar, t.d. frá þýska framleiðandanum Liebherr.
Í frétt á mbl.is segir Kristófer S. Snæbjörnsson hjá Merkúr frá Liebherr vinnuvélum sem ganga fyrir rafmagni. Þær þurfa þó að vera í sambandi enn sem komið er þar til rafhlöðutækni leyfir meiri orkugeymslu.