BMW höfuðstöðvar minna á rafhlöður

Höfuðstöðvum BMW í München, sem löngum hafa verið kallaðar “sýlindrarnir fjórir” vegna útlits síns, var breytt nýlega, líklega til marks um stefnu stjórnenda BMW. Nú lítur byggingin út eins og fjórar rafhlöður og þar að auki stendur: Framtíðin felst í rafmagninu. Har­ald Krü­ger, stjórn­ar­formaður BMW Group, hefur einmitt sagt að stjórnin sé í eng­um vafa um þá staðreynd að raf­mótor­ar í bíl­um vísi veg­inn til framtíðar og ráði miklu um vel­gengni fyr­ir­tæk­is­ins.

Sjá nánar í frétt mbl.is.

Höfuðstöðvar BMW í München. Turnarnir fjórir minna á rafhlöður.