Sett hafa verið markmið að 10% orkunotkunar í samgöngum árið 2020 komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Ef við gefum okkur til einföldunar að þar með þurfi 10% bílaflotans að nýta endurnýjanlega orkugjafa, þá má leika sér með útreikning á hvað það þýðir á komandi árum.
Í dag eru einungis tæplega 1000 bílar sem geta fallið í þessa skilgreiningu hér á landi eða ca. 0,5% flotans (miða við 200.000 bíla). Ef gert er ráð fyrir að nýskráning bíla árin 2012-2020 verði að meðaltali 12.000 bílar pr. ár, þá þýðir það 96.000 ökutæki. Geri jafnframt ráð fyrir að flotin verði svipað stór árið 2020 (nokkur fólksfjölgun en á móti kemur að fjöldi bíla pr. heimili muni fækka).
Það þýðir að 20.000 bílar væru að nýta endurnýjanlega orkugjafa árið 2020 eða að skráningar visthæfra bíla að meðaltali yrðu 2400 bílar á ári. (12.000 heildarskráningar og þar með 20% visthæfir)
Þá spyr maður sig, er það raunhæft?