Kynning á skýrsludrögum

Fimmtudaginn 3. nóvember var blásið til fundar með aðilum Grænu orkunar þar sem verkefnisstjórn kynnti drög að stefnumótunarskýrslunni og tilheyrandi aðgerðaráætlun.

Hátt í 40 manns mættu á viðburðin sem stóð í rúma 2 tíma. Fjörugar umræður spunnust þar um ýmis viðfangsefni og aðgerðir og skemmst frá því að segja að innlegg fundarins skipti verulegu máli fyrir endanlega niðurstöður í aðgerðum.

Verkefnisstjórn hefur síðan unnið að því að lagfæra og aðlaga skýrsluna og aðgerðaáætlun til samræmis við athugasemdir fundargesta. Gert er ráð fyrir að hægt verði að afhenda ráðherra formlega skýrslu á næstu dögum.