Í desember mánuði mun Evrópusambandið opna köll í svokölluðum klasa 5: málefnum sem snerta loftslag, orku og samgöngur. Um er að ræða afar viðamikil köll og með þeim stærstu á þessu sviði í sögu ESB.
Á morgunverðarfundi Grænu orkunnar 14. desember mun Kolbrún Bjargmundsdóttir sérfræðingur frá Rannís kynna tækifæri í umsóknum til Evrópusambandsins með sérstakri áherslu á samgöngur og þá jafnt á landi sem og á hafi, sem heyra undir klasa 5.
Við sama tækifæri mun Anna Margrét Kornelíusdóttir verkefnastjóri hjá Íslenskri Nýorku kynna niðurstöður úr könnun á meðal rafbílaeigenda sem gerð var sumarið 2022 fyrir ráðuneyti umhverfis, orku og loftslags .
Fundarstjóri verður Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslenskrar Nýorku.
Húsið opnar 8:30 með léttum morgunverði í Húsi atvinnulífsins en viðburðurinn verður 9:00-10:00. Einnig verður hægt að fylgjast með í streymi.