Orkustofnun kynnti nýjan vef www.orkuskiptaspa.is á viðburði í nóvember síðastliðnum.
Orkuskiptalíkanið á vefnum er gagnvirkt verkfæri til að móta áætlanagerð út frá stillanlegum forsendum sem geta rímað við markmið, stefnu og skuldbindingar Íslands í orku- og loftslagsmálum.
Þar má breyta hinum ýmsu forsendum og sjá, myndrænt, hvaða áhrif þær hafa á útkomuna, til dæmis hlutfall nýrra orkugjafa, losun ákveðinna samgönguþátta og svo framvegis.