Skatttekjur ríkisins af hverjum bíl hafa dregist saman um 30% undanfarinn áratug. Á sama tíma hefur bílum fjölgað um þriðjung og útgjöld til vegakerfisins hafa stóraukist. Bílaleigubílar eiga sinn þátt í aukningunni. Þeim hefur fjölgað, en þó ekki nema um fimmtán þúsund á áratug.
Þetta kemur fram í frétt eftir Alexander Kristjánsson á ruv.is og vísar þar til upplýsinga er komu fram í erindi Stefaníu Kolbrúnar Ásbjörnsdóttur, hagfræðings hjá Samtökum atvinnulífsins á skattadegi Deloitte.