Vitvænar samgöngur – vegur eða vegleysa?

Þann 17. september síðastliðinn var haldin ráðstefna á vegum Grænu orkunnar í samstarfi við Bílgreinasambandið, Landsvirkjun, Reykjavíkurborg og Samtök iðnaðarins. Ráðstefnan var hluti af samgönguviku Reykjavíkurborgar og voru til sýnis nýjustu rafbílarnir á markaðnum auk rafmagnshjóla frá mismunandi aðilum. Einnig var Team SPARK hópur Háskóla Íslands með rafkappakstursbílinn sem keppti á Silverstone brautinni síðastliðið sumar.

Fyrirlestrana má finna í dagskránni hér fyrir neðan:

Dagur B. Eggertsson – borgarstjóri: Ávarp

Solveig Schytz & DanielMolin – Akershus/Oslo: Electromobility in Akershus: Achievements and policy towards the future

Ólafur Bjarnason – Reykjavíkurborg: Stefna Reykjavíkur – vistvænn samgöngumáti

Ásdís Gíslason – Orka náttúrunnar: Uppbygging hraðhleðslustöðvanets

TacoAnema – Co-Founderand CEO of QWIC: E-bikes, success and potential of electric bicycles in the Netherlands

Berglind Rán Ólafsdóttir – Landsvirkjun: Staða og stefna Landsvirkjunar – vistvænt eldsneyti

Árni Sigurbjarnarson – Norðursigling: RENSEA – rafknúinn hvalaskoðunarbátur

Aðalheiður Guðjónsdóttir og Eyþór Arnarson – TeamSPARK  Háskóli Íslands: Kynning á rafknúnum heimasmíðuðum kappakstursbíl

Bjarni G.P. Hjarðar – Sorpa: Gas- og jarðgerðarstöð höfuðborgarsvæðisins – lausn fyrir heimilisúrgang í sorphirðukerfinu

Sigurður Ástgeirsson – Metanorka: Metanáfyllingarstöðvar

Ómar Freyr Sigurbjörnsson – CRI: Metanólframleiðsla á Íslandi

Guðmundur Haukur Sigurðarson – Orkey: Lífdísilframleiðsla á Íslandi – notkun og möguleikar

Pallborðsumræður: Hvernig náum við enn meiri árangri með vistvænt eldsneyti?

Pallborðinu stjórnaði Bryndís Skúladóttir (Samtök iðnaðarins) og í umræðunum tóku þátt Solveig Schytz (Akershus/Oslo), Ágústa Loftsdóttir (Orkustofnun), Jón Björn Skúlason (Íslensk NýOrka/Græna orkan) og Skúli Skúlason (BL).

Viðmælendur voru allir sammála um að til að stuðla að breytingum þurfi stuðning ríkisins og var þá sérstaklega vitnað í velgengni íblöndunarákvæðisins. Ef ívilnanir rafbíla falla niður telur bílgreinin að sala rafbíla muni hrynja. Mikilvægt sé að stjórnvöld marki sér langtímastefnu í málum vistvænna samgangna en hingað til hefur bílgreinin hikað við markaðsetningu hér vegna skorts á stefnu. Stjórnvöld hafa ekki tekið þátt í uppbyggingu innviða og ef markmið um 10% hlutdeild vistvænnar orku í samgöngum á að nást fyrir 2020 er mikilvægt að fá stuðning frá yfirvöldum. Í Noregi er mikill stuðningur við innleiðingu vistvæns eldsneytis og er styrktarsjóðurinn Transnova notaður til að styrkja við samgöngukerfið um 1,8 milljarð árlega, velgengni Noregs er því engin tilviljun.