Aðalfundur/stofnfundur Grænu orkunnar verður haldinn 5. Nóvember klukkan 15:00-16:00 á Grensásvegi 9.
Stefnt er að því að ganga frá formlegri stofnun Grænu orkunnar sem félagasamtaka til að halda utanum starfsemina.
Kynningarbréf, þar sem formleg stofnun félagasamtakanna er kynnt.
Einnig þurfa tillögur, sem óskað er eftir að teknar verði fyrir á aðalfundinum, að hafa borist stjórn félagsins a.m.k. 7 dögum fyrir boðaðan aðalfund (sendist á glk[at]newenergy.is).
Á aðalfundi verða hugmyndir um fyrirhuguð félagsgjöld og hvetur stjórn Grænu orkunnar félagsmenn til að taka þátt í mótun vettvangsins. Græna orkan hefur staðið vörð um hagsmuni sem tengjast vistvænum samgöngum og telur stjórnin að það sé mikilvægt að þetta einstæða samstarf stjórnvalda og atvinnulífs haldi áfram um ókomin ár.