Aðalfundur Grænu orkunnar

Aðalfundur/stofnfundur Grænu orkunnar verður haldinn 5. Nóvember klukkan 15:00-16:00 á Grensásvegi 9.

Stefnt er að því að ganga frá formlegri stofnun Grænu orkunnar sem félagasamtaka til að halda utanum starfsemina.

Dagskrá fundarins

Kynningarbréf, þar sem formleg stofnun félagasamtakanna er kynnt. 

Einnig þurfa tillögur, sem óskað er eftir að teknar verði fyrir á aðalfundinum, að hafa borist stjórn félagsins a.m.k. 7 dögum fyrir boðaðan aðalfund (sendist á glk[at]newenergy.is).

Á aðalfundi verða hugmyndir um fyrirhuguð félagsgjöld og hvetur stjórn Grænu orkunnar félagsmenn til að taka þátt í mótun vettvangsins.  Græna orkan hefur staðið vörð um hagsmuni sem tengjast vistvænum samgöngum og telur stjórnin að það sé mikilvægt að þetta einstæða samstarf stjórnvalda og atvinnulífs haldi áfram um ókomin ár.

Rafmagn og metan í sókn

Aukin fjölbreytni er væntanleg í innflutningi metan- og rafbíla samkvæmt frétt mbl.is

Þar er vitnað í Friðbert Friðbertsson forstjóra Heklu, en hann talar einnig um vaxandi hlut minnstu bílana í bílaflota landsmanna.

Þó hefur einnig verið þróun í stærri bílunum og eru t.d. í boði jappar sem eru tengiltvinnbílar og ganga bæði fyrir rafmagni (ca. 50 km drægi) og bensíni (6-700 km drægi).

Sjá fréttina í heild sinni hér.

 

Nýr vetnisbíll frá Toyota

Á næsta ári mun Toyota hefja raðframleiðslu vetnisbílsins Toyota FCV og verða fyrstu markaðsvæðin Danmörk, Bretland og Þýskaland. Bílaframleiðendurn kynna iðullega nýtækni bíla í löndum sem styðja við slíka innleiðingu. Sem dæmi má nefna að danir hafa innleitt ívilnanir fyrir vetnisbíla og stefna þar að auki á talsverða uppbyggingu vetnisstöðva.

Sjá nánar á mbl.is

Villandi upplýsingar um nýtni bíla

Rannsóknir hafa sýnt fram á að bílaframleiðendur gefa ekki alltaf raunhæfar upplýsingar um eyðslu bíla. Í ljós hefur komið að framleiðendur gefa að bílarnir séu allt að 50% sparneytnari en niðurstöður raunmælinga sýna.

Niður­stöður könn­un­ar sýna að framleiðendur nota smugur eins og of háan loftþrýst­ing í dekkj­um og létta bif­reiðina til að ná til­tölu­lega lægri eldsneyt­is­notk­un en við raun­veru­leg­ar akst­ursaðstæður.

Sjá nánari umfjöllun mbl.is