Kia Soul frumsýndur um helgina

Kia Soul verður frumsýndur í Öskju næstkomandi laugardag milli 12-16 í raf- og díselútgáfu.

Rafútgáfa bílsins, Kia Soul EV, hefur 145 km hámarkshraða og uppgefið hámarksdrægi við bestu aðstæður um 212 km. Með hefðbundnum heima-tengli tekur 11-14 klukkustundir að fullhlaða bílinn, en með heimahleðslustöð sem fylgir bílnum tekur 4-5 klukkustundir að hlaða bílinn. Rafhlaða bílsins er með 7 ára ábyrgð.

Sjá nánari umfjöllun á mbl.is

 

Hraðhleðslustöð í 101

Orka náttúrunnar opnaði á dögunum fyrstu hraðhleðslustöðina í miðbæ Reykjavíkur. Stöðin er sú níunda sem Orka náttúrunnar reisir á árinu í samstafi við BL og Nissan Europe.

Fram kom á raf­bílaráðstefnu, sem hald­in var á dög­un­um, að nýt­ing stöðva fyr­ir­tæk­is­ins væri um tvö­falt meiri en notkun þeirra í Nor­egi.

Alls níu hraðhleðslustöðvar eru nú á suðvestur horni landsins:

Bæj­ar­háls

Sæv­ar­höfða

Skelj­ungi við Miklu­braut

Frí­kirkju­veg í Reykja­vík

við Smáralind í Kópa­vogi

IKEA í Garðabæ

Fitj­um í Reykja­nes­bæ

N1 Borg­ar­nesi

Olís á Sel­fossi

Fyrirhugað er að næsta stöð verði sett upp á Akra­nesi.

Sjá nánari upplýsingar hér.

Vetnisbíll Toyota Mirai kynntur til sögunnar

Toyota kynnti á dögunum nýja vetnisbíl framleiðandans sem hefur fengið nafnið Mirai.

Hér má sjá kynningu Toyota

Samkvæmt vefsíðu Bloomberg, mun verðið um 63.000 $ eða tæpar 8 milljónir íslenskra króna með stuðningi frá Japönskum stjórnvöldum. Toyota áformar framleiðslu á um 700 Mirai vetnisbíla á næstu árum í Motomachi verksmiðjunni í Japan en um 40 stöðvar hafa verið byggðar í Japan.

 

 

 

 

 

 

 

Rafbílaráðstefna Verkfræðingafélag Íslands

Síðastliðinn fimmtudag var vegleg rafbílaráðstefna í boði Verkfræðingafélag Íslands.

Undanfarið hefur orðið mikil aukning í úrvali rafbíla og voru þær tegundir sem  í boði eru þar til sýnis.

Forseti Íslands setti ráðstefnuna og ræddi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, mikilvægi þess að vinna að stefnumótun ríkisstjórnarinnar í þessum málum til framtíðar.

Fyrirlestrar ráðstefnunnar verða aðgengilegir hér.

Sigmundur Davíð

 

 

 

Rafbílavæðing á Íslandi – ráðstefna 13. nóvember 2014

Rafbílavæðing á Íslandi – ráðstefna 13. nóvember 2014

Fimmtudaginn 13. nóvember 2014 mun Rafmagnsverkfræðingadeild VFÍ standa fyrir ráðstefnu um rafbílavæðingu á Íslandi í samstarfi við marga áhugaðila. Þar gefst einstakt tækifæri til að fá yfirsýn yfir spennandi málefni þar sem margt er í deiglunni. Dagskráin er metnaðarfull og á staðnum verða rafbílar til sýnis og prufuaksturs.  Forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mun ávarpa ráðstefnuna og norskur fyrirlesari mun gera grein fyrir rafbílavæðingu í Noregi, sem hefur núna flesta rafbíla í heiminum miðað við höfðatölu og reikna með um 50,000 rafbílum í notun þar árið 2015. Þá munu fulltrúar fimm innflutningsaðila rafbíla kynna fimmtán gerðir slíkra bíla sem eru komnir í notkun hérlendis.  Ráðstefnan verður í fundarsal Arion banka, Borgartúni 19,  kl. 13 -17:30. Mikill áhugi er á ráðstefnunni og áhugaaðilum um rafbíla bent á að tryggja sér sæti og skrá sig sem fyrst á skrifstofa@verktaekni.is eða í síma: 535 9300. Ókeypis er á ráðstefnuna sem er á íslensku nema erindi hins norska fyrirlesara sem er á ensku.

Volkswagen e-Golf kominn til landsins

Hekla mun frumsýna Volkswagen e-Golf sem er með uppgefið 190 km drægni og hefur bíllinn hefur fengið góðar viðtökur í Noregi.

Fjölbreytni innflutra rafbíla hefur aukist mikið að undanförnu sem verður að teljast mjög jákvætt fyrir hlutdeild þeirra í bílaflotanum.

Sjá nánar hér.