Stefna Svía um kolefnishlutleysi lögbundin

Nýlega var stefna Svía um að verða kolefnishlutlaus þjóð fyrir árið 2045 bundin í lög í sænska þinginu en lögin ganga í gildi um næstu áramót. Með þessum aðgerðum verða Svíar fyrsta þjóð heims til þess að styrkja markmið sín í loftslagsmálum síðan Parísar samningurinn var kynntur á síðari hluta ársins 2015.

Sjá nánar hér, á síðu Climate Action Programme.

 

Er tími jarðefnaeldsneytis liðinn undir lok?

Græna orkan mælir grein sem birtist nýlega í Financial Times (FT) undir yfirskriftinni The Big Green Bang: how renewable energy became unstoppable. Þar er fjallað um þá skoðun höfundar, að þróun grænna og endurnýjanlegra orkugjafa sé “óstöðvandi” og að framleiðendur og stuðningsmenn jarðefnaeldsneytis hafi tapað í baráttunni um orkugjafa framtíðarinnar.

Sjá umfjöllun á vef ThinkProgress hér en til að lesa sjálfa greinina, þarf áskrift að FT.

Umhverfismatsdagurinn 2017 – 7. júní

Dagskrá Umhverfismatsdagsins er að þessu sinni helguð nýjum áskorunum og aðferðum á sviði umhverfismats.
Í fyrri hluta málþingsins verður fjallað um ýmsar nýjar áskoranir sem tengjast mati á umhverfisáhrifum, svo sem út frá nýlegum dómum og úrskurðum, alþjóðlegum markmiðum í loftslagsmálum, nýrri vistgerðarflokkun íslenskrar náttúru og lagaumgjörð mats á umhverfisáhrifum.
Í seinni hluta málþingsins munu síðan sérfræðingar sem koma að umhverfismati úr ólíkum áttum deila hugleiðingum um hvernig nýjar áskoranir og aðferðir birtast í þeirra störfum tengt náttúruvernd, samráði, línulögnum, vegagerð og fleira.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Skráning fer fram á vef Skipulagsstofnunar hér.

Facebook viðburð og frekari upplýsingar er að finna hér.