Í nýjum þætti af hlaðvarpi Samorku var rætt við Þorstein Másson, framkvæmdastjóra Bláma, um ávinning af orkuskiptum í samfélagi Vestfjarða, sem er algjörlega háð jarðefnaeldsneyti.
Category Archives: Orkugjafar
Viðburður 8. desember: Orkuskipti á hafi

Samorka, ásamt Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Faxaflóahöfnum og Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, bjóða til kynningar DNV á nýrri skýrslu um orkuskipti á hafi. Kynningin verður haldin í Kaldalóni, Hörpu, miðvikudaginn 8. desember.
Dagskrá:
Ávarp: Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS
Gunnar Tryggvason, sviðsstjóri viðskipta hjá Faxaflóahöfnum
Nicolai Hydle Rivedal, umhverfisverkfræðingur hjá DNV
Fundarstjóri: Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku
Allir velkomnir í Hörpu og aðgangur er ókeypis. Framvísa þarf gildu hraðprófi við inngang í salinn.
Viðburður 11. nóvember: Staða hleðsluinnviða fyrir rafbíla og notkun þeirra á Íslandi
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið fól Íslenskri Nýorku að gera óformlega netkönnun á stöðu hleðslustöðva fyrir rafbíla og notkun þeirra á meðal rafbílaeigenda í sumar. Verkefnið er unnið fyrir starfshóp ráðuneyta um orkuskipti og fór könnunin fram í júlí og ágúst 2021.
Tilgangur könnunarinnar var að athuga hvar í hleðslukerfi landsins eru flöskuhálsar, ef einhverjir. Könnunin átti að gefa vísbendingar um hvar mest væri hlaðið og hvort nauðsynlegt sé að veita frekara fjármagni til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla um landið allt.
Á þessum viðburði mun Anna Margrét Kornelíusdóttir, verkefnastjóri hjá Íslenskri Nýorku, kynna helstu niðurstöður könnunarinnar. Hann fer fram á Zoom klukkan 13, fimmtudaginn 8. nóvember og er öllum opinn. Lykilorð til að komast inn á fundinn er 7913.
Beint streymi Samorku: Tölum saman um græna framtíð
Samorka býður til opins streymisfundar miðvikudaginn 25. ágúst kl. 10. Þar mun Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku fjalla um helstu tækifæri og viðfangsefni sem blasa við varðandi grænar lausnir og alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagmálum í aðdraganda alþingiskosninga.
Parísarborg býður ívilnanir vegna kaupa á nýorkubílum
Borgarstjórn Parísar-svæðis hefur ákveðið að greiða hverjum þeim sem fjárfestir í vistvænum bíl (rafbíla, tengiltvinn, metanbíl eða vetnisbíl) allt að EUR 6.000 (um það bil ISK 900.000) ef hann kemur í stað bíls sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Ívilnunin verður fyrst um sinn í gildi til 1. janúar 2023 og getur hver og einn Parísarbúi notið hennar einu sinni. Þar að auki geta kaupendur notið ríkisívilnunar í formi endurgreiðslu fastrar upphæðar fyrir bíla á verðbilinu EUR 45.000-60.000.
Sjá nánar í frétt Electrive.com
320 milljónir til orkuskipta á árinu 2021
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, og Guðmundur Ingi, umhverfis- og auðlindaráðherra, hafa ákveðið að auglýstir verðir styrkir til orkuskipta að upphæð 320 milljónir kr. af þeim fjárveitingum sem veittar eru til loftslagsmála í ár.
Styrkirnir eru liður í aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum og orkuskiptum og verða veittir í tveimur flokkum,
💡 annars vegar til orkuskipta
🔌 og hins vegar til uppsetningu hleðslustöðva
Græna orkan fagnar þessu framtaki mjög – sjá auglýsingu Orkusjóðs hér fyrir neðan og nánar í meðfylgjandi hlekk.
Viðburður 3. júní: orkuskipti á framkvæmdastöðum

Grænni byggð, Landsvirkjun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Græna orkan bjóða til spennandi málstofu þar sem rætt verður um orkuskipti á framkvæmdastað. Aðalfyrirlesari verður Pedro Gonzales frá Skanska, sem mun segja frá reynslu hins byggingafyrirtækisins af kolefnislausum framkvæmdastöðum.
Einnig taka til máls:
– Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, Grænni byggð
– Björn Halldórsson og Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, Landsvirkjun
– Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, Byggjum grænni framtíð
– Anna Margrét Kornelíusdóttir, Græna orkan
– Ragnar K. Ásmundsson, Orkusjóður
Fundinum verður streymt á netinu 3. júní kl. 9:00-10:30.
Skráning á viðburðinn fer fram hér: https://forms.gle/tCgemRBUizEkQ3eY6
5 febrúar: Kynningarfundur verkefnis um hleðsluinnviði fyrir rafbíla
Í hádeginu föstudaginn 5. febrúar munu Íslensk NýOrka, EFLA verkfræðistofa, Samtök ferðaþjónustunnar og Orka náttúrunnar kynna niðurstöður verkefnis síns um hleðsluinnviði fyrir rafbíla á veffundi á vegum Grænu orkunnar og Orkustofnunar. Verkefnið ber yfirskriftina Þarfa- og kostnaðargreining vegna innleiðingar rafbíla í bílaleigubílaflota Íslands og er unnið fyrir Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.
Dagskráin verður á þessa leið:
12:05 Bakgrunnur verkefnis
Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslenskrar NýOrku
12:10 Þarfa- og kostnaðargreining fyrir hleðsluinnviði á ferðamannastöðum og við Keflavíkurflugvöll
Haukur Hilmarsson, hagfræðingur, EFLU verkfræðistofu
12:40 Heildarniðurstöður verkefnis
Anna Margrét Kornelíusdóttir, verkefnastjóri, Íslenskri NýOrku
12:55 Umræður og spurningar
13:15 Fundi slitið
Nánar um viðburðinn á Facebook.
Hér má fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á Zoom.
Vefviðburður Orkuklasans um vetni 3. desember 2020
- Maria Erla Marelsdottir, Icelandic Embassy, Berlin
- David Bothe, Frontier Economics – “Hydrogen and E-fuels – key ingredient for a successful energy transition in Germany“
- Sabine Augustin, OGE – “Hydrogen, infrastructure and technology”
- Prof. Dr. Jürgen Peterseim, PWC – “Hydrogen for industrial application – demand and examples”
Hátækni CRI nýtt í Noregi
Norðmenn hyggjast nýta sér hátækni Carbon Recycling í Svartsengi til að reisa 28 milljarða króna verksmiðju í Norður-Noregi sem fangar útblástur frá kísilmálmvinnslu og breytir honum í umhverfisvænt eldsneyti.
Norska landsvirkjunin Statkraft, kísilmálmframleiðandinn Finnfjord og íslenska
hátæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) vinna nú í sameiningu að
því að þróa fyrstu verksmiðjuna sem framleiðir rafeldsneyti í fullri stærð.
Verksmiðjan mun afkasta 100.000 tonnum af rafmetanóli á ári. Hún mun hagnýta
koltvísýring (CO2) frá kísilmálmverksmiðju Finnfjord í samnefndum firði og vetni
sem framleitt verður með rafgreiningu á vatni með endurnýjanlegri orku af norska
landsnetinu.
Sjá hér grein á vef Statkraft, Tekniske Ukeblad. og Visir.is.