Hlutfall vistvænna bíla í Noregi aldrei hærra

Markaðshlutdeild vistvænna bíla er hvergi hærri en í Noregi og voru þeir 17,1% (tæplega 26.000 talsins) nýskráðra bíla árið 2015. Söluhæstu tegundirnar voru VW Golf, Tesla model S, Nissan Leaf, BMW i3 og Renault Zoe en Norðmenn hafa náð gríðarlegum árangri í rafbílavæðingu bílaflota almennings undanfarin ár með veitingu hagrænna hvata á borð við niðurfellingu virðisaukaskatts og innflutningstolla, bílastæðagjalds og fleira.

Sjá nánar í frétt mbl.is.