Höfnum erlendis fjölgar sem veit afslátt fyrir umhverfisframmistöðu

Það verður æ algengara að hafnir víða um heim veiti þeim skipum afslátt sem leggja sig fram við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og mengunarefna og er þá gjarnan miðað við einkunn skipsins samkvæmt ESI stuðlinum (Environmental Ship Index). Í þessari frétt frá GreenPort segir frá áformum Tallinn hafnar í Eistlandi, sem hyggst veita viðskiptavinum allt að 8% afslátt af lestargjöldum sem hafa hlotið ESI stuðul yfir 80.

Mynd eftir Julie North á Unsplash