N1 mun brátt hefja sölu á skipaolíu með 0,1% brennisteinsinnihald

N1 mun frá næstu áramótum selja til íslenska skipaflotans olíu með 0,1% brennisteinsinnihaldi í stað MDO (marine diesel oil) sem inniheldur 0,25% brennistein.

Framund­an eru breyt­ing­ar á leyfilegu brennisteinsinnihaldi skipaeldsneytis. Í árs­byrj­un 2020 tekur gildi ný reglu­gerð, IMO 2020, en í henni fel­st að veru­lega verði dregið úr brenni­steins­inni­haldi á svartol­íu.  Nú má innihaldið mest vera 3,5% en frá og með 1. janú­ar 2020 á olían inni­halda að há­marki 0,5% brenni­stein.

Sjá nánar í frétt mbl.is.