Þann 27-29. ágúst var hér haldin samnorræn ráðstefna sem bar heitið Nordic Biogas Conference 2014 og sóttu um 180 manns ráðstefnuna.
Áhugasamir geta nálgast fyrirlestra ráðstefnunnar á http://www.nordicbiogas.com
Þann 27-29. ágúst var hér haldin samnorræn ráðstefna sem bar heitið Nordic Biogas Conference 2014 og sóttu um 180 manns ráðstefnuna.
Áhugasamir geta nálgast fyrirlestra ráðstefnunnar á http://www.nordicbiogas.com
Þann 20 Ágúst síðastliðinn hélt John Axsen, aðstoðar prófessor við Simon Fraser háskólann í Kanada, fyrirlesturinn “Electric vehicles: Matching Low-Carbon Technology to People and Policy”.
Glærur frá fyrirlestrinum má nálgast hér.
Að gefnu tilefni má benda á fyrilestur sem John Axsen hélt árið 2012 sem bar heitið “Electric Vehicle Hype & Hope: The key to Sustainable Mobility.
Við viljum benda á grein skrifaða af Jóni Birni Skúlasyni, verkefnistjóra Grænu orkunnar, í bílablaði Fréttablaðsins í gær.
Greinin ber yfirskriftina: Vistvænar samgöngur – vegur eða vegleysa
Spennandi tímar eru framundan, Græna orkan mun á haustmánuðum verða sjálfstæð félagasamtök og hefur að því tilefni verið ákveðið að halda ráðstefnu í samstarfi við Landsvirkjun, Reykjavíkurborg, Samtök iðnaðarins og Bílgreinasambandið:
Yfirskrift ráðstefnunnar er: Vistvænar samgöngur – vegur eða vegleysa?
Dagsetning: 17. September 2014
Salur: Gullteigur
Verð: 12.500 (hádegismatur innifalinn)
Skráning skal send á glk@newenergy.is
Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni eru Solveig Schytz frá Akershus/Oslo í Noregi sem mun fjalla um velgengni fylkisins í visthæfum samgöngum og Snorre Sletvold frá Norsk Elbilforetningen sem mun fjalla um innviði fyrir rafbíla í Noregi.
Nýlega opnaði Skeljungur formlega nýja metandælu á Orkustöðinni við Miklubraut, einni fjölförnustu götu landsins. Þar með hefur Skeljungur bætt enn við þá umhverfisvænu orkugjafa sem viðskiptavinum þess bjóðast.
Skeljungur hóf í lok árs 2013 sölu á lífdísilolíu og uppfyllir ákvæði laga um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi um 3,5% hlutfall endurnýjanlegs orkuinnihalds. Til viðbótar opnaði Skeljungur hraðhleðslustöð fyrir rafmagnsbíla á Shell-stöðinni við Miklubraut, beint á móti Orku-stöðinni við Miklubraut þar sem nú fæst metan.
„Það er ánægjulegt að geta aukið þjónustu við bæði metanbílaeigendur og rafbílaeigendur. Með þessu höfum við einnig náð að auka vöruframboð á íslensku vistvænu eldsneyti. Við viljum geta boðið viðskiptavinum okkar sem flesta valkosti og það er ánægjulegt að geta haft þá valkosti endurnýjanlega og vistvæna ,“ segir Valgeir Baldursson forstjóri Skeljungs.
Metanið á hinni nýju metandælu kemur frá Sorpu en framleiðsla þess byggir alfarið á endurnýjanlegri orku, annars vegar úr lífrænum úrgangi og hins vegar raforku frá landsnetinu sem framleidd er með virkjun fallvatna.
Hér má sjá myndband sem sýnir byggingu stöðvarinnar.
Undanfarna mánuði hefur Græna orkan staðið fyrir opnum fyrirlestrum um málefni sem varða visthæfa orkugjafa.
Þann 20. ágúst næstkomandi mun John Axsen, prófessor við Simon Fraser Háskólann í Vancouver, halda fyrirlestur um ‘Electric vehicles: Matching technology to people and policy’.
Fyrirlesturinn verður haldinn að Grensásvegi 9 klukkan 10:00 og eru allir velkomnir.
Nordic Innovation hefur í samstarfi við aðrar stofnanir opnað fyrir kall í Nordic Marine Innovation Programme.
Í haust, dagana 2. – 3. október 2014, verður haldin á Íslandi alþjóðleg ráðstefna á vegum NorLCA. NorLCA er Norrænn samstarfsvettvangur um vistferilsgreiningar sem stofnaður var fyrir 10 árum. Yfirskrift ráðstefnunnar árið 2014 er:
„Áskoranir á sviði sjálfbærni – Norðlægar nálganir“
Í boði stendur að senda inn útdrátt fyrir erindi eða kynningu á ráðstefnuna og er lokafrestur til að skila inn útdráttum 1. ágúst 2014.
Búið er að opna fyrir skráningu á vefsíðu ráðstefnunnar (www.norlca.org)
Markmið ráðstefnunnar er að skapa öflugan þekkingargrunn, styrkja umræðuna um vistferilshugsun og örva þekkingartengsl á Norðurslóðum. Ráðstefnugestum gefst kostur á að sækja áhugaverða fyrirlestra, vinnustofur og markaðstorg, sem og umræðufundi og veggspjaldakynningar þar sem fjallað verður m.a. um:
Vistferilshugsun (Life Cycle thinking) • Vistferilsgreiningu (LCA) • Vistferilskostnaðargreiningu (LCC) • Vistspor • Sjálfbærnimat • Vistferilshugsun í stjórnun og stefnumótun • Miðlun vistferilshugsunar
með áherslu á eftirfarandi greinar þjóðlífsins:
· Orkumál
· Skipulag og byggingar
· Úrgangsmál
· Matvælaframleiðslu
· Fiskveiðar/fiskeldi
· Samgöngumál, flutningar og rafbílavæðingu
· Auðlindastjórnun á Norðurslóðum
· Menntun og læsi
Þeir aðilar sem standa að ráðstefnunni eru: EFLA verkfræðistofa, Landsnet, Landsvirkjun, Vistbyggðarráð, Háskóli Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Danmarks Tekniske Universitet (DTU)
Á dögunum var fimmta hraðhleðslustöðin opnuð en Orka náttúrunnar opnaði stöðina í samstarfi við Skeljung á Miklubraut.
Þessi stöð er sú fimmta af tíu fyrirhuguðum stöðvum sem Orka náttúrunnar opnar á Suður- og Vesturlandi.
Hér má sjá yfirlit yfir þær stöðvar sem eru komnar í gagnið.
Sjá nánar frétt á vef Orku náttúrnnar.
Siglinga-vefgátt var nýlega stofnuð af ‘EuroVIP verkefninu’ (http://euro-vip.eu/). EuroVIP hefur það að markmiði að stuðla að samvinnu fyrirtækja (SME sem og stærri), samtaka, rannsóknarstofnanna og fl. til að koma á framfæri rannsóknarniðurstöðum og nýrra tæknilausna í geiranum.
Vefgáttin gefur tækifæri á að nota og koma á framfæri nýsköpun, niðurstöðum og þjónustu í siglingageiranum.
Gáttina má nálgast hér endurgjaldslaust http://portal.euro-vip.eu/ .
Ef einhverjar spurningar vakna, vinsamlegast hafið samband við Ms. Wenjuan Wang (wenjuan.wang[at]strath.ac.uk).