Við viljum benda meðlimum Grænu Orkunnar á að birt var Landsaðgerðaráætlun (National Renewable Energy Action Plan, NREAP) á síðasta ári. En áætlunin er liður í innleiðingu tilskipunar 2009/28/EC um aukinn hlut endurnýjanlegra orkugjafa. Sett eru mismunandi bindandi landsmarkmið sem Evrópuríki þurfa að ná fyrir árið 2020. Auk þess er undirmarkmið um 10% hlut endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum og þar liggur stóra áskorunin fyrir Ísland.
Author Archives: Anna
Rafbílar í Noregi
Enn berast jákvæðar fréttir um sölu rafbíla í Noregi, og nýlega fjallaði mbl.is um gott gengi á sölu Tesla í Noregi.
Einnig má fylgjast með gengi rafbíla í noregi á síðunni http://www.gronnbil.no
Umfjöllun BBC um visthæfar samgöngur á Íslandi
Tækniþátturinn Click var sýndur á BBC í Bretlandi, en þar var umfjöllun um visthæfa möguleika í samgöngum á Íslandi.
Fundur Grænu Orkunnar 17.9.2013
Fundur var haldinn í dag á vegum Grænu Orkunnar þar sem Ágústa Loftsdóttir kynnti reglugerð nr. 750/2013 en atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið og Orkustofnun fer með eftirlit vegna framkvæmd laga nr. 40/2013 sem skylda söluaðila eldsneytis að selja eldsneyti af vistvænum uppruna er í höndum. Undanfarið hefur Ágústa Loftsdóttir hjá Orkustofnun unnið að útfærslu leiðbeininga fyrir tilkynningaskylda aðila og kynnti hún á fundinum hvernig eftirliti og gagnaskilum (upprunavottorð, sölumagn, gögn um sjálfbærniviðmið o.s.frv.) verður háttað.
Útskýringar með sýnidæmi á massajöfnunarkerfinu
Dreifikerfi OR og rafbílavæðing
Guðleifur Kristmundsson sérfræðingur í kerfisrannsóknum og líkanagerð hjá Orkuveitu Reykjavíkur vill meina að dreifikerfi Orkuveitunnar sé vel í stakk búið til að mæta aukinni raforkunotkun sem búist er við vegna rafbílavæðingu.
Tíu nýjar hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla
Orkuveita Reykjavíkur, BL og Nissan undirrituðu í dag samning um uppbyggingu hleðslustöðvanets fyrir rafbíla á Íslandi. Nissan og BL leggja fram hraðhleðslustöðvarnar og ákveðna fjárhæð til uppsetningar þeirra. Orkuveitan mun sjá um staðarval, uppsetningu og rekstur stöðvanna í tvö ár að minnsta kosti. Gert er ráð fyrir að fyrstu stöðvarnar geti verið komnar í gagnið í haust. Vonir eru bundnar við að þetta samstarf stórauki notagildi rafbíla á landinu, en á þessum stöðvum verður hægt að hlaða rafbíla um 80% á 30 mínútum. Þjónustan verður ókeypis fyrst um sinn. Fyrirhugað er að byggja hraðhleðslustöðvarnar á aðgengilegum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannabyggðum.
Endanleg ákvörðun um staðsetningu hraðhleðslustöðvanna verður tekin á næstu vikum og mánuðum. Haft verður í huga að þær auki vegalengdina sem hægt er að ferðast á rafbílum og auðveldi notendum að ferðast áhyggjulaust.
Fram kemur í fréttatilkynningunni að hraðhleðslustöðvarnar eru af gerðinni DBR. Þær fylgja svonefndum CHAdeMO staðli og verða aðgengilegar öllum rafbílum sem uppfylla þann staðal. Þær hafa verið settar upp í löndum eins og Noregi, Frakklandi, Bretlandi og víðar.
Sjá fréttina í heild sinni á heimasíðu OR.
Við undirskriftina í morgun, frá vinstri: Erla Gísladóttir forstjóri BL, Bjarni Bjarnason forstjóri OR og Frederic Subra
Osló-Norræna vetnis- og rafalaráðstefnan 30.okt-1.nóv 2013
Þann 30 október hefst ráðstefna í Osló um verkefni Akershus/-Oslo um hreintækni á vegum sveitarfélagsins ( www.cleantransport.no ). Sú ráðstenfa stendur í einn og hálfan dag ( til kl 3) en strax á eftir fylgir norræna vetnis- og rafalaráðstefnan sjá www.hydrogen.no/hfcnordic . Í Noregi er nú að finna stóran flota rafhleðslubíla og rafhleðslustöðva. Einnig verður ítarlega fjallað um notkun Oslóborgar á vetnisstrætisvögnum og vetnisbílanna sem keyptir voru í vor frá Koreu.
Á síðari hluta ráðstefnunnar verður greint frá markasðetningu, samvinnu á Norðurlöndunum, nýjustu rannsóknum og verkefnum með nýjustu vetnis- og rafgeymanotkun í samgöngum. Drög að dagskrá má finna hér.
Fjórir styrkir veittir til orkuskipta í skipum
Í gær afhenti Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra styrki til verkefna á sviði orkuskipta í skipum. Markmiðið er að auka notkun innlendra orkugjafa í skipum og draga þar með úr notkun jarðefnaeldsneytis. Styrkirnir eru samtals 30 milljónir króna, en 20 milljónum verður útlutað til viðbótar síðar á árinu.
Rafhleðsla undir malbiki – framtíðin?
Í borginni Gumi í Suður-Kóreu eru tveir strætisvagna sem fá þráðlausa rafhleðslu, þetta fer þannig fram að rafstrætóar keyra yfir svæði í malbikinu þar sem þeir fá rafhleðslu. Strætóleiðin sem um er að ræða er 25 km löng en þegar vagninn ekur yfir hleðslu-svæðin flyst rafmagn með segulspennu í rafgeymana án þess að hann þurfi að hægja á ferð sinni.
Sjá nánar á mbl.is
Nordic Biogas Conference, NBC 2014
Við viljum benda ykkur á ráðstefnu sem haldin verður í Reykjavík á næsta ári, nánar tiltekið 27-29 ágúst 2014.
Þessi ráðstefna er sú stærsta sinnar tegundar á Norðurlöndunum þar sem fjallað er um smærri hauggaskerfi, hráefni úr sjó, fljótandi metan, hauggas, CBG/LNG, landflutninga og sjóflutninga en einnig um þróun innan geirans.
Frekari upplýsingar: www.nordicbiogas.com