Better Place í Danmörku gjaldþrota

Í síðasta mánuði bárust þær fregnir að Better Place væri orðið gjaldþrota. Better place var stofnað árið 2007 og stefndi að því að til að byrja með að koma upp stöðvum í Kaliforníu, Ísrael og Danmörku sem skipta um tóma rafgeyma í rafbílum – sem er mun fljótari aðferð en að hlaða rafgeyma bílana. Aftur á móti gekk samstarf við bílaframleiðendur illa og auk þess hefur sala á rafbílum valdið vonbrigðum í Danmörku og víðar.

Sjá nánar hér (á ensku).

Fyrstu fjöldaframleiddu Hyundai vetnisbílarnir afhentir í Kaupmannahöfn

Fyrr í dag var ný vetnisstöð tekin í notkun í Kaupmannahöfn og voru einnig 15 nýjir Hyundai ix35 vetnisbílar afhentir borgaryfirvöldum þar. Bílarnir verða hluti af bílaflota borgarinnar en um er að ræða bíla af sömu gerð og kom hér til lands í reynsluakstur sumarið 2011.

Hér má sjá umfjöllun mbl.is

Hér má sjá fréttatilkynningu hydrogenlink í Danmörku (á ensku)

 

Aðalfundur Grænu Orkunnar

Við viljum benda meðlimum Grænu Orkunnar á að aðalfundur félagsins verður haldinn þann 11. júní klukkan 14:30-16:30 í húsakynnum Orkustofnunnar að Grensásvegi 9.

Á aðalfundinum verður farið yfir stöðu mála, auk þess sem kosning í stjórn Grænu Orkunnar fer fram, en þrír (Bryndís Skúladóttir, Magnús Ásgeirsson og Teitur Gunnarsson) af fjórum stjórnarmönnum gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu en við hvetjum áhugasama að senda framboð sín á skulason[at]newenergy.is fyrir 5. júní.

Dagskrá aðalfundarins má finna hér.

Við viljum auk þess benda á að það verður haldin ráðstefna daginn eftir aðalfundinn þar sem viðfangsefnið er CO2 electrofuels – sjá dagskrá.

 

Fjöldaframleiðsla vetnisrafbíla hafin

Í síðasta mánuði varð bílaframleiðandinn Hyundai fyrstur til að fjöldaframleiða vetnisrafbíla. Fyrstu 17 bílarnir fara beint í notkun í Skandinavíu, en borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn gerðu samning við bílaframleiðandann á síðasta ári um kaup á 15 Hyundai ix35 vetnisrafbílum. Næstu ökutækin fara síðan til Skåne í Svíþjóð en ástæðan fyrir því að Skandinavía varð fyrir valinu er viljayfirlýsing sem undirrituð var í Október 2012 þar sem bílaframleiðendur og aðilar frá skandinavíu og Íslandi stofnuðu til samstarfs um innleiðingu vetnisbíla og innviða.

Sjá má fréttina í heild sinni hér (á ensku).

Umhverfisvæn ökutæki í Bandaríkjunum

Hlutdeild seldra umhverfisvænna ökutækja í Bandaríkjunum er ekki mikil. Hybrid bílar eru þar mest seldir eða 3,3% af öllum seldum bílum. Greinin hér fyrir neðan skýrir hvernig bílaframleiðendur ætla að reyna að ná þeim mörkum sem stjórnvöld hafa sett. En neytendur stjórnast af verðinu og þeim tæknilausnum sem uppfyllir þarfir þeirra til ökutækisins.

Fréttin hér í heild sinni.

Heimsókn Grænu Orkunnar í Gufunes

Meðlimum Grænu Orkunnar var boðið í heimsókn í Gufunesið að skoða starfstöðvar Metanorku, Íslenska Gámafélagsins og Vélamiðstöðvarinnar (metanbill.is) í síðustu viku.

Heimsóknin byrjaði á fyrirlestri um starfsemina og endaði á skoðunarferð um svæðið þar sem metanstöð og verkstæðið var skoðað. Auk þess var þátttakendum sýnd lífdíselframleiðslan sem er á svæðinu.

Heimsóknin var vel heppnuð í alla staði og þátttakan góð, eða um 30 manns.

Hér má finna bækling með samantekt frá kynningunni.

Flutningafyrirtæki sýna áhuga á vistvænum samgöngum

Undanfarið hefur Græna Orkan farið í heimsóknir til flutningafyrirtækja hérlendis til að kanna áhuga þeirra á vistvænum samgöngum. Fyrirtækin eru komin mislangt á veg í þessum málum, sum eru komin langt með breytingar á bílaflotanum á meðan önnur eru að taka sín fyrstu skref.

Hér eru þau fyrirtæki sem hafa skráð sig í Grænu Orkuna og bjóðum við þau velkomin:

DHL

Eimskip

Express (UPS)

Icelandair Cargo

Íslandspóstur

Nýja sendibílastöðin

 

Ef fyrirtæki eða stofnanir hafa áhuga á að skrá sig í Grænu Orkuna vinsamlegast sendið tölvupóst á glk[hjá]newenergy.is