Hugmyndasamkeppni um vistvænni skip

Græna orkan minnir á að skilafrestur tillagna í hugmyndasamkeppni Íslenska sjávarklasans, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR) og Íslenskrar Nýorku um vistvænni skip er 1. september næstkomandi. Valdar hugmyndir verða kynntar á ráðstefnunni Making Maritime Application Greener – 2016 sem haldin verður á Grand Hótel þann 4. október næstkomandi. Í lok ráðstefnunnar mun iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhenda verðlaun fyrir bestu hugmyndirnar.

Sjá nánar á síðu ANR.

vistvæntskip júní-2016

Olíuinnflutningur drægist saman um 40% með rafbílavæðingu

Með aukinni notkun rafbíla væri unnt að draga úr olíuinnflutningi um 40% og lækka eldsneytiskostnað bifreiðaeigenda í Bretlandi um rúmlega 200.000 krónur á ári. Þetta kemur fram í skýrslu sem  Cambridge Econometrics gerði fyrir European Climate Foundation.

Ef gert er ráð fyrir stöðugri aukningu rafbíla á næstu árum og að fjöldi þeirra nái 6 milljónum í Bretlandi árið 2030 væri unnt að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda um 47% þar í landi fyrir 2030. Fram kemur þó að til þess að rafbílavæðingin megi verða að veruleika sé nauðsynlegt að fjárfesta í innviðum því enn eru hleðslustöðvar fáar.

Sjá nánar í frétt mbl.is og Guardian

Vélahitarar spara eldsneyti og draga úr mengun

Eldsneytiskostnaður er án efa stór liður í rekstri heimila og samhliða hækkandi olíuverði undandarin ár hefur þörf fyrir sparnaðarleiðir aukist.

Stefán Ásgrímsson, ritstjóri hjá Fíb, segir frá ýmsum sparnaðaraðgerðum sem auðvelt er að hrinda í framkvæmd í grein Karls Eskils Pálssonar á bílasíðu mbl.is. Vélahitara má til að mynda nota til að hita kælivatn nokkru áður en ekið er af stað á morgni. Þá fer bíllinn strax í gang og mistöðin blæs heitu lofti. Með þessu móti sparast eldsneyti fyrstu 4-5 aksturskílómetrana, dregið er úr vélasliti og bifreiðar gefa frá sér a.m.k. 30% minna af mengunarefnum.

Sjá nánar hér.

Skynsemi og hagkvæmni fólgin í vistakstri

Eldsneytiskostnaður er stór útgjaldaliður flestra heimila. Hægt er að draga umtalsvert úr þeim kostnaði með breyttu aksturslagi. Marteinn Guðmundsson, ökukennari í Reykjavík býður upp á námskeið í vistakstri fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Hann segir m.a. að með jafnari ökuhraða fáist betri yfirsýn í umferðinni, eldsneyti sparist og dregið sé úr óþarfa mengun.

Grein mbl.is fjallar um ráðleggingar Marteins til sparnaðar og umhverfisbóta með vistakstri.

Kynning á NordBio áætluninni 3. mars

Kynningarfundur um NordBio verður haldinn í Norræna húsinu þriðjudaginn 3. mars 2015 milli 13 og 16.  Nordbio er samstarfsverkefni norrænna ráðherranefnda um umhverfismál, fiskveiðar, fiskeldi, landbúnað, matvæli og skógrækt, atvinnulífs-, orkumála- og byggðastefnu, menntun, menningu og rannsóknir.

Markmið NordBio er að draga úr sóun, minnka úrgang og tryggja sjálfbæra nýtingu lífauðlinda á Norðurlöndum, m.a. með fjölbreyttum rannsóknar- og nýsköpunarverkefnum, menntaverkefnum og þróun umhverfisvænni lausna við nýtingu.

Dagskrá:

Fundarsetning: Eygló Harðardóttir, samstarfsráðherra Íslands í Norrænu ráðherranefndinni

Lífhagkerfið – undirstaða sjálfbærrar þróunar Daði Már Kristófersson, dósent í náttúruauðlindahagfræði HÍ

Nordbio áætlunin: Halldór Runólfsson, formaður íslensku verkefnisstjórnar NordBio

WoodBio. Hlutverk viðarlífmassa í norræna lífhagkerfinu: Ólafur Eggertsson, Skógrækt ríkisins

Nýsköpun í lífhagkerfinu. Tækifæri til vöruþróunar og verðmætasköpunar: Sigrún Elsa Smáradóttir, Matís

Marina. Aukin notkun vistvænnar orku á sjó: Ágústa S. Loftsdóttir, Orkustofnun

Ermond. Vistheimt gegn náttúruvá: Guðmundur Halldórsson, Landgræðslu ríkisins

Biophilia. Sköðun sem kennsluaðferð: Björk Óttarsdóttir, mennta- og menningarmálaráðuneyti

Lífauðlindir Norðurlandanna: sjálfbærniviðmið: Brynhildur Davíðsdóttir, HÍ

Lífrænn úrgangur til nýsköpunar: Guðrún Lilja Kristinsdóttir, Umhverfisstofnun

Tækifæri tengd lífhagkerfinu á völdum svæðum: Sigríður Kristjánsdóttir, Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Sjálfbær framleiðsla á próteini: Torfi Jóhannesson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

 

Fundarstjóri verður Danfríður Skarphéðinsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Fundurinn er öllum opinn. Sjá nánar hér.

Síðustu forvöð að skrá fyrirlestur á vinnustofu Grænu orkunnar

Græna orkan, í samstarfi við Stofnun Sæmundar Fróða, Oceana og Nordic Marina, hefur ákveðið að halda vinnustofu um vistvæna haftengda starfsemi.

Fyrirkomulagið verður örfyrirlestrar, sem haldnir verða frá 14:00 til 16:30 þann 26. febrúar um borð í varðskipinu Þór.

Meðal verkefna sem kynnt verða er hybrid bátur Norðursiglingar og notkun metanóls í sjávarútvegi.

Öllum er velkomið að kynna starfsemi sína og halda erindi þennan dag. Ef þú vilt halda örfyrirlestur, 8-10 mínútur, vinsamlegast sendu heiti á fyrirlestri til amk@newenergy.is fyrir lok dags í dag, 23. febrúar.

Þátttaka í vinnustofunni er opin öllum og ókeypis. Vinsamlega skráðu þig til þátttöku með tölvupósti í netfangið amk@newenergy.is.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Græna orkan býður til vinnustofu

Græna orkan, í samstarfi við Stofnun Sæmundar Fróða, Oceana og Nordic Marina, hefur ákveðið að halda vinnustofu um vistvæna haftengda starfsemi.

Fyrirkomulagið verður örfyrirlestrar, sem haldnir verða frá 14:00 til 16:30 þann 26. febrúar um borð í varðskipinu Þór. Ef skipið verður kallað til annarra verkefna, færist viðburðurinn í Orkugarð, Grensásvegi 9 (nánar síðar).

Hugmyndin er að miðla upplýsingum og að tengja saman aðila innan þessa geira þ.e. vistvæn haftengd starfsemi, til dæmis í sjávarútvegi, samgöngum eða ferðamennsku á sjó.

Meðal verkefna sem kynnt verða er hybrid bátur Norðursiglingar.

Við bjóðum þér að kynna þína starfsemi og halda erindi þennan dag. Ef þú vilt halda örfyrirlestur, 8-10 mínútur, vinsamlegast sendu heiti á fyrirlestri til amk@newenergy.is fyrir 23. febrúar. Fyrstir koma, fyrstir fá.

Þátttaka í vinnustofunni er opin öllum og ókeypis. Vinsamlega skráðu þig til þátttöku með tölvupósti í netfangið amk@newenergy.is.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Hraðhleðslustöð í 101

Orka náttúrunnar opnaði á dögunum fyrstu hraðhleðslustöðina í miðbæ Reykjavíkur. Stöðin er sú níunda sem Orka náttúrunnar reisir á árinu í samstafi við BL og Nissan Europe.

Fram kom á raf­bílaráðstefnu, sem hald­in var á dög­un­um, að nýt­ing stöðva fyr­ir­tæk­is­ins væri um tvö­falt meiri en notkun þeirra í Nor­egi.

Alls níu hraðhleðslustöðvar eru nú á suðvestur horni landsins:

Bæj­ar­háls

Sæv­ar­höfða

Skelj­ungi við Miklu­braut

Frí­kirkju­veg í Reykja­vík

við Smáralind í Kópa­vogi

IKEA í Garðabæ

Fitj­um í Reykja­nes­bæ

N1 Borg­ar­nesi

Olís á Sel­fossi

Fyrirhugað er að næsta stöð verði sett upp á Akra­nesi.

Sjá nánari upplýsingar hér.