Rafbíll söluhæsta bílgerðin hjá BL í mars

Í nýliðnum marsmánuði var Nissan var söluhæsta einstaka merki hjá BL og Nissan Leaf mest selda einstaka bílgerðin, en 25 eintök seldust í mánuðinum. Skúli K. Skúlason, framkvæmdastjóri sölusviðs BL, segir vinsældir Leaf aukast í öllum markhópum, hjá fjölskyldum, fyrirtækjum og bílaleigum en þetta sé í fyrsta sinn sem rafbíll sé mest selda einstaka bílgerðin hjá BL.

Sjá nánar í frétt mbl.is.

Fyrsta rafmagnsferja heims tekin í notkun í Noregi

Fyrsta bílferja heims sem gengur fyrir rafmagni hefur verið tekin í notkun í Noregi. Ferjan, sem siglir 5,7 km leið á milli Lavik og Oppedal, er smíðuð úr áli og tekur 120 fólksbíla og 350 farþega. Með notkun ferju með rafmótor á þessari siglingaleið í stað vélar sem brennir dísilolíu spararast um ein milljón lítra dísilolíu á ári og komið er í veg fyrir útblástur 570 tonna koltvísýrings.

Sjá nánar í frétt á visir.is og ship-technology.com.

Nissan Leaf valinn besti smábíllinn

Alþjóðlega greiningafyrirtækið IHS hefur útnefnt Nissan Leaf besta smábílinn á árinu 2014. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu fyrirtækisins sem innheldur meðal annars yfirlit yfir þá bílaframleiðendur sem tekst hvað best að halda tryggð viðskiptavina sinna. Leaf var eini rafbíllinn sem hlaut viðurkenningu IHS fyrir árið 2014.

Sjá umfjöllum mbl.is og IHS.

Nissan Leaf söluhæsti rafbíll Evrópu árið 2014

Nissan Leaf seldist í 14.650 eintökum árið 2014, sem jafngildir 33% söluaukningu milli ára. Markaðshlutdeild Leaf nam ríflega fjórðungi, en alls seldust 56.000 rafbílar í Evrópu. Þá var Renault Zoe annar söluhæsti rafbíllinn í Evrópu árið 2014, með 11.227 eintök og Tesla Model S seldist í 8.734 eintökum. Sölu- og markaðsstjóri Nissan, Guillaume Carter, þakkar þetta aukinni vitundarvakningu hvað varðar sparnað í rekstrarkostnaði rafbíla í samanburði við bíla sem nota jarðefnaeldsneyti.

Sjá nánar á Evrópuvef Nissan.

Tveir af hverjum þremur rafhleðslustaurum í London ónotaðir

905 hleðslustaura fyrir rafbíla er að finna víðs vegar um London. Að sögn talsmanns breska bíleigendafélagsins RAC voru einungis 36% þeirra notaðir í júní 2014 og um fjórðungur notaður í júní mánuði árið áður. Hins vegar var rafbílum stungið í samband 2234 sinnum í júní 2013 en 4678 sinnum í sama mánuði 2014 og þykja þessar tölur endurspegla fjölgun rafbíla í borginni.

Sjá nánar í frétt mbl.is

Nýr Volt kynntur

General Motors kynnti nýja kynslóð tengiltvinnbílsins Chevrolet Volt á bílasýningunni í Detroit í síðustu viku. Drægi hans er 80 km á rafhleðslu en með fullan bensíntank og hleðslu ekur nýr Volt 650 km sem svarar til 5,8 lítra á hverja 100 km.

Sjá nánar í frétt mbl.is og Chevrolet.

Kia Soul frumsýndur um helgina

Kia Soul verður frumsýndur í Öskju næstkomandi laugardag milli 12-16 í raf- og díselútgáfu.

Rafútgáfa bílsins, Kia Soul EV, hefur 145 km hámarkshraða og uppgefið hámarksdrægi við bestu aðstæður um 212 km. Með hefðbundnum heima-tengli tekur 11-14 klukkustundir að fullhlaða bílinn, en með heimahleðslustöð sem fylgir bílnum tekur 4-5 klukkustundir að hlaða bílinn. Rafhlaða bílsins er með 7 ára ábyrgð.

Sjá nánari umfjöllun á mbl.is