Fyrsta bílferja heims sem gengur fyrir rafmagni hefur verið tekin í notkun í Noregi. Ferjan, sem siglir 5,7 km leið á milli Lavik og Oppedal, er smíðuð úr áli og tekur 120 fólksbíla og 350 farþega. Með notkun ferju með rafmótor á þessari siglingaleið í stað vélar sem brennir dísilolíu spararast um ein milljón lítra dísilolíu á ári og komið er í veg fyrir útblástur 570 tonna koltvísýrings.
Sjá nánar í frétt á visir.is og ship-technology.com.