Evrópusambandið mun taka þátt í fjármögnun verkefnis sem gengur út á að þróa fyrstu ferju heims af miðlungs stærð sem gengur eingöngu fyrir rafmagni. Ferjan mun ganga fyrir tveimur rafhlöðum sem samtals gefa orku upp á 3800 kílóvattstundir. Tveir rafmótorar munu hvor um sig gefa 750 kW.
Verkefnið, sem nefnist e-Ferry, er samstarf danskra, norskra og grískra aðila og hlaut nýverið 16 milljón evra styrk frá ESB. Áætlað er að ferjan verði tilbúin árið 2017 og muni ferja bíla og farþega milli Ærö eyju og meginlands Danmerkur.
Sjá nánar í frétt the Maritime Executive.