Íslensk NýOrka, Græna orkan og Orka náttúrunnar standa um þessar mundir fyrir könnun meðal rafbílaeigenda á Íslandi. Markmið verkefnisins er að skilja notkunar- og hegðunarmynstur notenda hraðhleðslustöðva auk þess að greina þörf fyrir frekari uppbyggingu innviða fyrir rafbíla. Það er afar mikilvægt að ná til notenda stöðvanna, heyra reynslu þeirra og afla upplýsinga um það sem betur mætti fara.
Þátttaka í könnuninni tekur örfáar mínútur. Hana má finna hér.