Bandríski sjóherinn heldur ótrautt áfram með áætlanir um að nota blöndu dísil og lífdísils á flota sinn, þrátt fyrir lágt olíuverð undanfarið. Sjóherinn fékk fyrir þremur árum styrk til þess að byggja þrjár hreinsunarstöðvar sem sjá áttu flotanum fyrir lífdísil en síðan þá hefur olíuverð fallið um 70% og gagnrýnisraddir orðnar háværar. Herinn lætur sig það engu skipta og segir ákvörðunina ekki einungis hafa verið tekna út frá umhverfisverndarsjónarmiðum heldur einnig hafi verið horft til þess að eldsneytissparnaður fækki ferðum í hafnir til áfyllingar og auki um leið orkusjálfstæði sitt.
Sjá nánar hér.