Eftir að hafa reynsluekið tveimur strætisvögnum í heilt ár á götum borgarinnar, hafa samgönguyfirvöld í Chicago tekið ákvörðun um að fjárfesta í strætisvögnum sem ganga eingöngu fyrir rafmagni. Borgin mun festa kaup á 20-30 vögnum á næstu árum og endurnýja flota sinn smátt og smátt. Strætisvagnarnir eru framleiddir af New Flyer Industries, og keyra á 300 kWh liþíum rafhlöðu og hafa 80 mílna (~130 km) drægi.
Sjá nánar hér.