Loftslagsbreytingar snúast líka um heilsu

Í umræðu um loftslagsbreytingar og samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda er gjarnan áhersla lögð á hnattrænu áhrifin og helst á hræðilegar loftslagsbreytingar tengdar loftslagi, hækkun yfirborðs sjávar og áhrif á vistkerfi. Oft á tíðum gleymist að horfa til staðbundinni áhrifa og nærtækari áhrifa á einstaklinga, svo sem andlát fyrir aldur fram vegna mengunar.

Í nýútkominni skýrslu frá MIT, er fjallað um niðurstöður rannsókna sem sýna að dragi Kínverjar verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda eins og kveðið er á í stefnumótun stjórnvalda, má koma í veg fyrir 94.000 mengunartengd andlát og spara ríkiskassanum 339 milljarðar dollara.

Sjá nánar í umfjöllun Climate Action.