Ráðstefna 29. september um orkskipti og öryggi á sjó

Fagráð um siglingamál / Siglingaráð, í samstarfi við Grænu orkuna og Samgöngustofu, efnir til hálfs dags ráðstefnu þann 29. september sem jafnframt er alþjóðasiglingadagurinn.

Yfirskrift viðburðarins er Stolt siglir fleyið mitt – öryggi og grænar lausnir á sjó og markmið hans er að kynna nýjar lausnir í sjósókn og siglingum sem draga úr umhverfisáhrifum og/eða auka öryggi sjófarenda, þ.m.t. orkuskipti, bætta orkunýtingu og siglingaöryggi.

Nánar um dagskrá og skráningu má finna á vefsíðu Samgöngustofu.