Stolt siglir fleyið mitt – upptaka frá ráðstefnu 29. september

29. september síðastliðinn, á alþjóða siglingadaginn, fór fram ráðstefnan Stolt siglir fleyið mitt – öryggi og grænar lausnir í siglingum. Hún var haldin á Grand Hótel Reykjavík og var samstarf Fagráðs um siglingar, Samgöngustofu, Innviðaráðuneytis og Grænu orkunnar. Dagskrána má sjá á vef Samgöngustofu og upptöku frá viðburðinum má nálgast hér fyrir neðan.