Opið fyrir umsóknir um styrki í Loftslagssjóð

Rannís

Auglýst hefur verið eftir umsóknum um styrki úr Loftslagssjóði RANNÍS.

Styrktegund er ein að þessu sinni og eru styrkir veittir til eins árs.Áhersla verður lögð á verkefni sem:

  • skila samdrætti í losun og stuðla að sjálfstæðu landsmarkmiði Íslands um að draga úr losun á beinni ábyrgð Íslands um 55% fyrir 2030.
  • hagnýta grunnþekkingu sem þegar er til staðar, hafa möguleika á að nýtast sem víðast í samfélaginu og beinast að aðilum sem hafa talsverða möguleika á að draga úr losun.

Umsóknarfrestur er til 6. desember 2022 kl. 15:00