Orkuskipti í samgöngum eru ótvírætt framfaraskref

Unnið hefur verið markvisst að því að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa og í samþykkt Alþingis frá 2011 er kveðið á um að árið 2020 skuli hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum vera 10%. Samdráttur í notkun jarðefnaeldsneytis stuðlar m.a. að umhverfisvernd, gjaldeyrissparnaði og auknu orkuöryggi.

Í frétt á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins eru raktir nokkrir upplýsingapunktar um endurnýjanlegt eldsneyti á Íslandi, stefnu stjórnvalda og árangur í málaflokknum.