Viðburður 30. september: Orkuskipti á flugvöllum

May be an image of airplane

Þann 30. september næstkomandi kl. 12 mun Græna orkan í samstarfi við Isavia og Verkís standa fyrir vefviðburði þar sem umræðuefnið verður orkuskipti á flugvöllum. Á fundinum mun Olav Mosvold Larsen, framkvæmdastjóri Avinor Carbon Reduction Programme halda erindi ásamt fulltrúum frá Isavia og verkfræðistofunni Verkís.

Fundarstjóri verður Gunnar Valur Sveinsson, Samtökum ferðaþjónustunnar.

Nánari upplýsingar um fundinn verða birtar þegar nær dregur en áhugasamir eru hvattir til að taka daginn frá