Viðburður 30. september: Orkuskipti á flugvöllum

May be an image of airplane

Þann 30. september 2021 stóð Græna orkan í samstarfi við Isavia og Verkís fyrir vefviðburði undir yfirskriftinni orkuskipti á flugvöllum. Framsögumenn fundarins voru eftirfarandi:

• Olav Mosvold Larsen, framkvæmdastjóri Avinor Carbon Reduction Programme

• Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni Isavia

• Þórður Þorsteinsson, rafmagnstæknifræðingur Verkís

Fundarstjóri var Gunnar Valur Sveinsson, stjórnarmaður Grænu Orkunnar og verkefnastjóri hjá Samtökmu ferðaþjónustunnar.

Hér má sjá upptöku af fundinum.

Hádegisviðburður GO og OS hlýtur viðurkenninguna “Viðburður í jafnvægi” frá KÍO

Viðburður Grænu orkunnar og Orkustofnunar hefur hlotið viðurkenningu fyrir að vera viðburður í jafnvægi en um er að ræða viðurkenningu stjórnar Kvenna í orkumálum. Viðburðurinn sem hlýtur viðurkenninguna verður haldinn næstkomandi fimmtudag 22. nóvember í Orkugarði, Grensásvegi 9 kl. 11.30-13.00 og ber yfirskriftina Orkuskipti: þáttur fluggeirans og framtíðarhorfur.

Stjórn félagsins Konur í orkumálum hrinti nú í haust af stað verkefninu „Viðburður í jafnvægi“. Félagið hefur skoðað skiptingu kynja meðal fyrirlesara og fundarstjóra á viðburði GO og OS 22. nóvember og gleðst yfir því að kynjajafnrétti sé í hávegum haft. Félagið vill því lýsa því yfir að þessi viðburður flokkast sem „Viðburður í jafnvægi“ og hlýtur þar með Jafnréttisstimpil Kvenna í orkumálum.

Á vef félagsins Konur í orkumálum er hægt að lesa nánar um jafnréttisstimpilinn.

Hádegisfyrirlestur 22. nóvember um orkuskipti og fluggeirann

No automatic alt text available.

Nú er komið að 6. viðburði í fyrirlestraröð Orkustofnunar og Grænu orkunnar um orkuskipti!

Fyrirkomulagið verður með þeim hætti að húsið opnar klukkan 11:30 með léttum veitingum en formleg dagskrá er 12:00-13:00. Efni fundarins að þessu sinni og yfirskrift er Orkuskipti: þáttur fluggeirans og framtíðarhorfur. Þrír sérfræðingar munu halda stutt erindi:

Valur Klemensson, Isavia
Anna Margrét Björnsdóttir Samgöngustofa
Þórður Þorsteinsson Verkís

Fundarstjóri verður Auður Nanna Baldvinsdóttir, stjórnarformaður Grænu orkunnar.

Fyrirlestrarnir fara fram í Orkugarði, Grensásvegi 9 en þangað ganga strætisvagnar númer 2, 3, 6, 14, 15, og 17 og yfirbyggð hjólageymsla er á bakvið húsalengjuna, við hliðina á Frumherja. Viðburðurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Sjá hér viðburð á Facebook. Þar má einnig horfa á upptöku frá fundinum.

Í þessari frétt á mbl.is var fjallað um fundinn og rætt við fyrirlesara að honum loknum um orkuskipti í flugsamgöngum.

Losun frá hagkerfi mest á Íslandi 2016

Ísland er það ríki inn­an ESB og EFTA svæðis­ins sem var með mesta los­un kolt­ví­sýr­ings (14 tonn CO2) frá hag­kerfi á ein­stak­ling árið 2016. Los­un hef­ur auk­ist vegna auk­ins flugrekst­urs og skipa­flutn­inga frá ár­inu 2012. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar. Á Íslandi er los­un­in að stærst­um hluta frá flugi og fram­leiðslu málma, en los­un frá málm­fram­leiðslu kem­ur til vegna bruna kola í raf­skaut­um. Kolt­ví­sýr­ings­los­un frá hag­kerf­inu á ein­stak­ling hafi því farið vax­andi frá ár­inu 2016.