Nær verð rafbíla og bensínbíla jafnvægi fyrir 2025?

Niðurstöður rannsóknar á vegum Bloomberg New Energy Finance benda til að verð á rafbílum muni halda áfram að lækka á næstu árum samhliða lækkandi verði rafhlaðna. Miklar líkur eru á því að fljótlega upp úr næsta áratug verði rafbílar víða orðnir hagkvæmari kostur en bílar sem brenna jarðefnaeldsneyti þegar á heildina er litið (heildarlíftímakostnaður bílsins, e. TCO) þrátt fyrir bætta  orkunýtni hinna síðarnefndu. Jafnframt er því spáð að hlutfall rafbíla á heimsvísu verði orðið 35% árið 2040.

Sjá umfjöllun BNEF, grein Bloomberg og frétt mbl.is.