Í sumar verður hægt að keyra alla leið frá Skagen til Kaupmannahafnar á vetni – rúmlega 400 km – og verður Danmörk þar með fyrsta ríki heims, þar sem þetta verður hægt. Net 12 vetnisstöðva, sem verður tilbúið í vor, gerir Dönum þetta kleift. Vetnisvæðing landsins er lykilþáttur í stefnu Dana að verða óháðir notkun jarðefnaeldsneytis fyrir árið 2050. Þó svo vetnið sé í dag innflutt frá Þýskalandi mun það breytast á næsta ári með tilkomu vetnisstöðvar í Hobro sem mun nota vindorku til að framleiða vetni með rafgreiningu.
Sjá nánar um vetnisvæðingu Dana í frétt á mbl.is.