Vinnufundur Grænu Orkunnar – 29. nóvember 2012

Við hjá Grænu Orkunni viljum bjóða ykkur á vinnufund þar sem áhugasamir geta kynnt sín verkefni með svokölluðum örfyrirlestrum, þessi fundur verður með svipuðu sniði og haldinn var í Júní 2010 og er þetta því kjörið tækifæri til að koma skilaboðum ykkar á framfæri. Slíkir fyrirlestrar væru ekki meira en 6-8 mínútur (8 glærur hámark) þar sem hægt væri að kynna í örstuttu máli hvaða verkefni er verið að vinna og hvað þyrfti að gera til að verkefnin næðu fram að ganga.

Hér má finna dagskrá vinnufundarins.

Eftir örfyrirlestrana verður skipting í 5 vinnuhópa þar sem formenn vinnuhópanna stýra umræðum og fá viðbrögð frá meðlimum Grænu Orkunnar um helstu áherslumál:

Vinnuhópur 1. Mennta- og öryggismál

Vinnuhópur 2. Nýsköpun, rannsóknar og þróunarsjóðir

Vinnuhópur 3. Íblöndunarefni í hefðbundið eldsneyti

Vinnuhópur 4. Uppbygging innviða

Vinnuhópur 5. Ívilnanir

 

Fundurinn verður haldinn í Orkugarði, Grensásvegi 9 þann 29. nóvember 2012 milli 8:30 – 12:30.

 

‘Úrgangur til orku – Leiðir til að nýta skólp til eldsneytisframleiðslu’

Þórður Ingi Guðmundsson varði nýlega meistararitgerð sína sem ber titilinn ‘Úrgangur til orku – leiðir til að nýta skólp til eldsneytisframleiðslu’ þar sem hann fjallar um möguleika þess að nota skólp til metanframleiðslu (með súrefnissnauðu niðurbroti) og til framleiðslu vetnis (með gösun).

Hér má sjá ritgerðina í fullri lengd.

 

 


					

Vetnisrafbílar til Norðulanda 2014-

Undirritað var í dag samkomulag (Memorandum of Understanding, MoU) milli bílaframleiðandanna Toyota, Nissan, Honda og Hyundai og fulltrúa Norrænu þjóðanna Íslands, Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur. Samkomulagið snýr að innleiðingu vetnisrafbíla og innviða (vetnisstöðva) á markað 2014-2017. Það mikilvægasta við samkomulagið er að bílaframleiðendur sjá Norðulöndin sem lykilsamstarfsaðila þegar kemur að innleiðingu vetnisrafbíla á árunum eftir 2014. Mikilvægt er að hefja undirbúning slíkrar innleiðingar snemma þar sem byggja verður upp innviði til dreifingar á vetni og mikilvægt er að bæði einka- og opinberigeirinn starfi saman við slíka uppbyggingu. 

Öll stóru bílafyrirtækinn í heiminum hafa lýst yfir að raðframleiðsla vetnisrafbíla verði raunveruleiki 2015 og þá muni síkir bílar verða litlu dýrari en sambærilegir bensín/dísel bílar. Með þessu samkomulagi hafa bílaframleiðendurnir staðfest þessar áætlanir. Ljóst er að þróun rafbíla hefur verið hröð á undanförnum árum og ljóst að rafsamgöngur verður mikilvægur þáttur í framtíðarsamgöngukerfum. Bílaframleiðendur sjá Norðurlöndin sem mikilvægan þátttakenda í slíkri innleiðingu þar sem flest löndin eru að auka framboð á endurnýjanlegri orkuframleiðslu.

Rafgeymabílar og vetnirafbílar hafa mismunandi eiginleika og því líklegt að báðar gerðir verði hluti af framtíðarsamgöngukerfinu. Það að bílaframleiðendur leggi jafn mikla áherslu á slíka bíla eru frábærar fréttir fyrir Ísland og því líklegt að vistvæn orka frá jarðhita- og vatnsaflsvirkjunum geti knúið alla bíla þjóðarinnar í komandi framtíð.

Sjá má samkomulagið í heild sinni  hér fyrir neðan:

——————————————————————————————————————————————————-

Car manufacturers have invested significantly in the development of FCEVs in the past decade. Alongside, infrastructure companies have continuously developed hydrogen production and refuelling technologies and standards, in particular within the Nordic countries.

The results are promising, with FCEVs today providing the same long range and fast refuelling as conventional gasoline powered vehicles. In 2009 several of the world’s leading car manufactures signed an agreement aiming for 2015 as a potential year for market introduction for FCEVs in regions where the necessary infrastructure for hydrogen refuelling is available.

National network organisations within Iceland, Norway, Sweden and Denmark have actively worked for the establishment and planning of hydrogen refuelling stations since 2006, under the Scandinavian Hydrogen Highway Partnership(SHHP). The infrastructure companies HYOP AS (Norway), H2 Logic A/S (Denmark) and others have invested significantly since 2006 in the opening of several hydrogen refuelling stations within the countries and are actively preparing plans for countrywide networks beyond 2015.

The rich variety of renewable energy sources in the Nordic countries also provides a strong case for sustainable hydrogen production, which in turn can help storing and balancing even higher shares of fluctuating renewable electricity in the Nordic power grids

Toward 2015 important steps and decisions have to be taken to ensure a successful market introduction. In particular the engagement of private stakeholders such as national energy companies and investors is key to realize the hydrogen infrastructure roll-out. Governments in turn should provide stable long term market conditions and mechanisms to foster a coordinated roll-out. The Nordic MoU will catalyze a dialogue among the central stakeholders on these topics.

The MoU partners will therefore specifically endeavour to cooperate on:

  • Joint pursuit of introduction of FCEVs and establishment of hydrogen infrastructure in the Nordic countries starting around year 2014 to 2017
  • Advocating for establishment of necessary public financing and support mechanisms for the FCEVs and the hydrogen infrastructure
  • Engagement of key national dealerships of the car manufacturers
  • Engagement of key national energy and infrastructure companies
  • The car manufacturers will endeavour for a market launch of the FCEVs in 2015 or later provided that sufficient Infrastructure has been introduced
  • The Infrastructure Companies will endeavour to introduce the hydrogen infrastructure starting around year 2014 to 2017
  • The efforts of the Parties are subject to establishment of public financing and support mechanisms for the FCEVs and the hydrogen infrastructure

The MoU was signed in the presence of the Danish Minister for Transport and the Director of the International Energy Agency, directorate of Sustainable Energy Policy and Technology at the 3GF conference in Copenhagen.

Quotes of the selected MoU signatures

Soichiro Okudaira, Managing Officer Toyota Motor Corporation states:
“The Nordic countries are already recognised as world leaders in advanced renewable green energy such as hydroelectricity and wind energy. I am pleased that Toyota has the opportunity to participate in this collaboration seeking to advance hydrogen fuel cell technology, something we see as a vital part for the future of automobiles. As an automotive manufacturer, we not only aim to develop ever-better products to meet the needs of our customers, our dedication to eco-mobility also stems from our company’s fundamental principles to contribute positively to society.”

Tim Dunn, Head of Advanced Engineering at Nissan Technical Centre Europe states:

“The objective of this MoU is to bring together the public bodies and private companies that can make hydrogen-fuelled electric vehicles, and the infrastructure they need, a reality on our roads from 2014-17. The potential for hydrogen production from the vast renewable energy sources that exist in Scandinavia as well as the support shown by the governments of Denmark, Norway, Sweden and Iceland make the region an obvious place to draw up such a partnership. Nissan looks forward to working with the partners of this MoU to build an ecosystem that will allow Fuel Cell Electric Vehicles to thrive in these countries.”

Mitsuhiro Ueno, President, Honda R&D Europe GmbH states:

“Copenhagen hosted the COP15 in 2009. Today we are back here in Copenhagen to make sustainable transport a reality. Honda is very proud to join this consortium today. The Scandinavian Hydrogen Highway Partnership will be the catalyst to enable an infrastructure for the ultimate green mobility, which is the fuel cell vehicle. We are very excited to be able to share the joy of sustainable mobility in the near future with the Scandinavian people and bring our fuel cell vehicles to Scandinavia in 2015.”

Ulf Hafseld, CEO of HYOP AS states:
“This MoU signals an important step forward in the work of introducing hydrogen fuelled cars and fuelling infrastructure in Norway. In order to minimize market entry costs, the only way to succeed is to closely coordinate the introduction of cars and infrastructure, as this MoU provides a tool for.”

Bjørn Simonsen, chairman, HyNor of Norway states:

“Through several years we have had contact with car manufacturers on an individual basis. That we now have this joint dialogue with several of the world’s leading car manufacturers around the table strengthens our efforts, and makes the process going forward more efficient. We already have a beginning hydrogen infrastructure, and the MoU will help engage the key actors in our respective countries more proactively in the coming years toward the commercial introduction of FCEVs in the Nordic region.”

Mikael Sloth, Chairman Scandinavian Hydrogen Highway Partnership states:

“For the Nordic organisations the MoU is an important step towards ensuring our region as one among the first where hydrogen for transport is introduced to the market. This is important for meeting the Nordic long term targets for sustainable transport. Also it can help create a strong and early home market for Nordic businesses and companies within hydrogen and fuel cell technology”.

Further information

Norway: Bjørn Simonsen | bjorn@kunnskapsbyen.no | +47 971 79 821

Sweden: Björn Aronsson | bjorn.aronsson@vatgas.se | +46 70 349 09 58

Iceland: Jón Björn Skúlason | skulason@newenergy.is | +354 863 6510

Denmark: Flemming Wennike | fw@hydrogenlink.net | +45 2938 3965

Pictures from the signing are available at:

www.scandinavianhydrogen.org and www.hydrogenlink.net

Signing organisations of the Nordic MoU:
Car manufacturers Toyota Motor Corporation (Japan)
Nissan Motor Co. Ltd. (Japan)
Honda R&D Europe GmbH (Germany)
Hyundai Motor Company (Republic of Korea)
Hydrogen infrastructure companies HYOP AS (Norway)
H2 Logic A/S (Denmark)
Copenhagen Hydrogen Network A/S (Denmark)
Nordic NGO’s HyNor (Norway)
Hydrogen Sweden
Icelandic New Energy
Hydrogen Link Denmark Association
Scandinavian Hydrogen Highway Partnership (SHHP)

Mikil sala rafgeymabíla í Noregi

Sala á rafbílum um allan heim hefur valdið talsverðum vonbrigðum hjá bílaframleiðendum. Neikvæðar fréttir hafa verið í fjölmiðlum og bílaframleiðendur hafa dregið saman framleiðslu á slíkum bílum. Eitt land hefur þó mikla sérstöðu en það eru frændur okkar í Noregi. Salan þar hefur vaxið í ár umfram spár. Miklar ívilnanir eru í gildi fyrir rafbíla í Noregi sem eflaust hefur mikil áhrif og hafa margir velt því fyrir sér hvort það sé ástæðan eða hvort það sé vegna góðs efnahagsástands. Hverju sem líður þá er ekkert land með tærnar þar sem Norðmenn eru með hælana varðandi sölu á rafbílum.

Sjá nánar http://www.tu.no/motor/2012/10/02/hver-tjuende-bil-er-elektrisk (rétt er að benda á að greinin er á norsku).

Ráðstefna 4. Október 2012

Við viljum benda ykkur á ráðstefnu sem verðu haldin í húsi Orkuveitu Reykjavíkur þann 4. Október 2012. Þetta er einstakt tækifæri til að fá upplýsingar um framgang mála á hinum norðurlöndunum en þau verkefni sem koma að ráðstefnunni eru INTELECT, No-Slone, RekkEVidde (öll styrkt af norrænu ,Energy and Transport’ áætluninni) og NAHA.

Ráðstefnan ber yfirskriftina ‘Electromobility in the North Atlantic Regions’ og er skipulögð af Íslenskri NýOrku, Grænu Orkunni og ofangreindum verkefnum (sjá frekari upplýsingar hér)

Skráningargjald er eftirfarandi:

Fyrir 20.september       9.900 kr

Eftir 20.september       13.900 kr

Áhugasamir eru beðnir um að senda skráningu á glk@newenergy.is með upplýsingum um Nafn, tölvufang og reiknisupplýsingar (reikningar verða sendir út þegar skráning er móttekin).

Við hvetjum ykkur eindregið til að láta þetta tækifæri ekki framhjá ykkur fara!

Ívilnanir fyrir visthæf ökutæki á Norðurlöndunum

Síðustu misseri hafa norræn fyrirtæki safnað saman upplýsingum um ívilnanir fyrir visthæf ökutæki í sínum heimalöndum sem hluti af norræna verkefninu INTELECT.

Lokaskýrsla þessa verkefnis hefur nú verið gerð aðgengileg almenningi á heimasíðunni www.orkusetur.is/intelect

Meginmarkmið verkefnisins er að styðja við innleiðingu visthæfra ökutækja – þó aðal áherslan sé á rafsamgöngur. Lokaskýrslan er tól fyrir þá sem vinna á þessu sviði og fyrir bílaframleiðendur til að sýna fram á þau áhrif sem ívilnanir hafa á norrænum markaði.

Skýrslan er auk þess hugsuð fyrir ríkis- og sveitastjórnir landanna en skýrslan gefur gott yfirlit yfir þær ívilnanir sem eru til staðar á Norðurlöndunum og hvaða áhrif þær hafa á kostnað við kaup og rekstur bifreiða.

Ein aðal áhersla verkefnisins var að búa til reiknivélar til að skilja áhrif ívilna á rekstrar- og eignarhaldskostnað bifreiða. Reiknivélarnar eru einnig aðgengilegar á heimasíðu verkefnisins og viljum við hvetja alla sem hafa áhuga að kynna sér málið og dreifa til annarra áhugasamra.

Mikilvægt skref í samkeppnishæfni visthæfra ökutækja

Alþingi samþykkti þann 19. Júní að fella tímabundið (til lok árs 2013) niður virðisaukaskatt af rafbílum og vetnisbílum. Ísland er framarlega í þessum málum, en það er annað landið í heiminum, á eftir Noregi, til að stíga þetta skref.

Lögin kveða á um að tollstjóra sé heimilt við tollafgreiðslu að fella niður virðisaukaskatt af rafmagns- eða vetnisbifreið að hámarki 1.530.000 kr. og af tengiltvinnbifreið að hámarki 1.020.000 kr.

Hægt er að finna nánari upplýsingar um þetta bráðabirgða ákvæði á vefsíðu Alþingis.

Með þessari niðurfellingu auk þeirra breytinga sem urðu á vörugjöldum í byrjun árs 2011, er verið að stuðla að aukinni samkeppnishæfni visthæfra ökutækja á íslenskum markaði.

Græna orkan fundar á Akureyri

Græna orkan stóð fyrir opnum fundi í samvinnu við Orkusetur í Háskólanum á Akureyri þriðjudaginn 15 mai sl.

Mynd frá fundi Grænu Orkunnar á Akureyri 15.05.2012

Fundurinn sem bar heitið Orkuskipti í samgöngum var einkar áhugaverður og ágætlega sóttur.  Kolbeinn Marteinsson formaður Grænu orkunar setti fundinn og fjallaði í kjölfarið um hugmyndafræðina og stefnuna að baki Grænu orkunnar og hvar áherlsan liggi í framtíðinni. Sigurður Ingi hjá Orkusetri fjallaði um orkunýtni   í samgöngum og rakti jákvæðar breytingar á innkaupahegðun Íslendinga í kjölfar skattalagabreytinga á nýjum bifreiðum.

Jóhann Örlygsson frá Háskólanum á Akureyri fjallaði um rannsóknir Háskólans á Etanóli og mögulega frameiðslu þess hér á landi. Samkvæmt Jóhanni er mögulegt að framleiða Etanól til íblöndunar í bensín úr íslenskum lífmassa og standa frekari rannsóknir yfir.  Að endingu kom Freyr Ingólfsson frá Mannviti og fjallaði um möguleika Íslendinga til Metan og lífdíselsframleiðslu. Í máli  Freys kom fram að spennandi tækifæri eru fyrir hendi í framleiðslu á þessum orkugjöfum. Að endingu var fyrirspurnum svarað.