Iðnaðarráðherra Katrín Júlíusdóttir naut þess í vikunni að fá vetnisrafbíl til afnota. Bifreiðin sem er að gerðinni Hyundai Tucson ix35 er splunknýr og í fullri stærð. Vetnisrafbílinn er hér á vegum skandinavísku vetnisvegasamtakanna (SHHP) og Íslenskrar Nýorku og er koma bílsins hluti af bílaprófunum Hyundai á vetnisrafbílum á Norðurlöndunum. Áfylling bílsins tekur aðeins um þrjár mínútur og hefur hann um 600 kílómetra drægni á einum tanki sem er sambærilegt við það sem hefðbundnir bensínbílar draga.
Category Archives: Óflokkað
Vinnufundur í Orkugarði
Græna Orkan boðar til vinnufundar í Orkugarði, Grensásvegi 9, þann 2. desember næstkomandi frá 13:15-17:00. Markmið fundarins er að kalla saman til skrafs og ráðagerða þá aðila sem hafa lýst yfir áhuga á þátttöku í verkefnum tengt orkuskiptum í samgöngum. Græna Orkan hefur nú verið starfandi í tæpt ½ ár og verið vistuð hjá iðnaðarráðuneytinu. Á sínum tíma lýsti iðnaðarráðherra því yfir að vonandi í framtíðinni væri hægt að byggja upp klasasamstarf milli aðila sem eru að vinna að verkefnum tengdum orkuskiptum í samgöngum. Eins og þið vitið öll þá eru orkuskipti og fyrirtæki tengd þeim frekar ung og flest enn á kafi í rannsóknar eða undirbúningsvinnu. Græna Orkan hefur því áhuga á að kanna hvort grundvöllur sé fyrir slíku klasasamstarfi eða hvort rétt sé að reka Grænu Orkuna á annan hátt – t.d. sem eins konar samtök, sem upplýsingamiðstöð fyrir fyrirtæki í þessum geira eða á annan hátt. Til að kanna þetta viljum við bjóða ykkur til þessa vinnufundar. Vonandi geta flestir séð sér fært að koma og viljum við heyra sem flestar hugmyndir.
Nánari upplýsingar og dagskrá fundarins
Til að halda utan um fjölda þátttakenda viljum við endilga biðja ykkur um að láta vita hvort þið takið þátt eða ekki með því að tilkynna þátttöku ykkar á glk@newenergy.is
Tímamótaskýrsla um rafsamgöngur
Fyrir nokkru tóku sig saman mörg af stærstu fyrirtækjum Evrópu sem vinna að bílaframleiðslu og eldsneytisframleiðslu og létu taka saman heildstæða skýrslu um hvernig framtíð rafsamgangna gæti orðið í framtíðinni. Ljóst er að þróunin er á réttri leið. Rafgeymabílar eiga stutt í að koma á markað í auknu mæli en þeir munu þó verða dýrari en hefðbundnir bílar. Rekstrarkostnaður þeirra er þó lægri þannig að gera má ráð fyrir því að heildarrekstrarkostnaður slíkra bíla gæti orðið samkeppnishæfur á árabilinu 2015-2020. Skýrslan er bjartsýn á vetnisrafbíla. Enn er þó framleiðslukostnaður slíkra bíla hærri en rafgeymabíla en skýrsluhöfundar gera ráð fyrir að það gæti breyst á þessum áratug. Einnig gera þeir ráð fyrir því að mikil framleiðsluaukning verði á slíkum bílum eftir 2015 og verðlag samkeppnishæfara.
Skýrslan fjallar einnig talsvert um innviði fyrir bæði rafgeyma og vetnisrafbíla. Enn er nokkuð í land með innviði fyrir báðar gerðir bíla. Skýrsluhöfundar telja þó að mikilvægt sé að koma á öflugri samvinnu einka- og opinbera aðila þegar kemur að uppbyggingu fyrstu innviða. Án innviða gæti innleiðing bíla orðið hægari en ella og því er mikilvægt að lykilaðilar vinni saman að fyrstu skrefum.
Skýrslan er unnin af óháðum aðilum og hvetjum við alla þá sem áhuga hafa á visthæfum samgöngum að lesa hana enda mjög mikilvægt innlegg í umræður um framtíðar samgöngur á Íslandi.
Skýrsla um framtíð rafsamgangna
Eurostars
Eurostars er ný áætlun fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í Evrópu sem vinna sjálf að rannsóknum og þróun.
Ný og endurbætt styrkjasíða Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
Græna Orkan vill vekja athygli á nýrri og endurbættri styrkjasíðu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Þar má finna samansafn innlendra, norrænna og evrópskra styrkja sem standa fyrirækjum, félagasamtökum, stofnunum og einstaklingum til boða. Sjá eftirfarandi vefslóð: http://www.nmi.is/styrkir-og-studningsmoguleikar/
Þar má meðal annars finna kynningarfund um samnorræna styrkjamöguleika til umhverfis- og orkumála, þann 3. Nóvember kl. 14-16 í Norræna húsinu.
Skráning á kynningarfundinn fer fram á netfanginu: norden@nmi.is – tilkynna þarf mætingu fyrir 1. Nóvember.
Sjá nánari upplýsingar: http://www.nmi.is/styrkir-og-studningsmoguleikar/norraenir-styrkir-og-studningsmoguleikar/norraent-samstarf/nr/1115/
Styrkir til rafvæðingar í samgöngum
Norden Energyforskning „Energy og Transport“ hafa loks sett af stað nýja áætlun sem miðar að því að auka hlutdeild raforku í samgöngum. Í ár á að úthluta 10-12 milljónum DK til verkefna en umsóknarfresturinn er mjög skammur eða aðeins til 1. nóvermber næstkomandi. Græna Orkan vill hvetja innlenda áhugasama aðila til að sækja um. Rétt er að benda á að styrkir eru að hámarki 50% og nauðsynlegt er að hafa Skandinavísk fyrirtæki með í umsóknum.
Allar nánari upplýsingar er að finna á www.nordicenergy.net/onenews.cfm?Id=1-283&path=
Vinnufundur ráðstefna
Vinnufundurinn, ráðstefnan var haldin í Háskólinn í Reykjavík, fimmtudaginn 03. júní sl.
Í tengslum við skipan nefndar iðnaðarráðherra um Orkuskipti í samgöngum setti undirbúningshópur verkefnisins
á fót vinnufund, ráðstefnu til að fá innsýn í þau verkefni sem nú eru í gangi á Íslandi og snúa að notkun á innlendu visthæfu eldsneyti.
Fjallað var um rafbíla, metan, vetni, lífdísel o.fl. og í lokin voru umræður þar sem gestum gafst kostur á að koma
með spurningar og ábendingar til nefndarmanna.
Eftirfarandi eru glærukynningar tengdar fundinum:
Breytingar á bílum í rafbíla, Hlynur Stefánsson, HR
Breytingar á bílum í rafbíla, Helgi Þór Ingason, HÍ
Rafbílar og innviðir, Sighvatur Lárusson 2012
Framtíðarbílar, Ivan Mladenovic
Kínverskir rafbílar, Halldór Sigurþórsson
iMIEV á Íslandi, Sigurður Kr. Björnsson, Hekla
Samtök um hreinorkubíla Hilmar Hilmarsson
Staða vetnisrafbíla og tengd verkefni, Jón Björn Skúlason, Íslensk NýOrka
Vetnisrafbílar; Hallmar Halldórs
Sætó; Ari Arnórsson, bílasmiður
Metan staða og framtíðarhorfur, Einar Vilhjálmsson
Breyingar á bensínbílum í metanbíla, Lingþór Jósepsson Vélamiðstöðin
Lífdíselframleiðsla á Íslandi, Ásgeir Ívarsson, Mannvit