Tímamótaskýrsla um rafsamgöngur

Fyrir nokkru tóku sig saman mörg af stærstu fyrirtækjum Evrópu sem vinna að bílaframleiðslu og eldsneytisframleiðslu og létu taka saman heildstæða skýrslu um hvernig framtíð rafsamgangna gæti orðið í framtíðinni. Ljóst er að þróunin er á réttri leið. Rafgeymabílar eiga stutt í að koma á markað í auknu mæli en þeir munu þó verða dýrari en hefðbundnir bílar. Rekstrarkostnaður þeirra er þó lægri þannig að gera má ráð fyrir því að heildarrekstrarkostnaður slíkra bíla gæti orðið samkeppnishæfur á árabilinu 2015-2020. Skýrslan er bjartsýn á vetnisrafbíla. Enn er þó framleiðslukostnaður slíkra bíla hærri en rafgeymabíla en skýrsluhöfundar gera ráð fyrir að það gæti breyst á þessum áratug. Einnig gera þeir ráð fyrir því að mikil framleiðsluaukning verði á slíkum bílum eftir 2015 og verðlag samkeppnishæfara.

Skýrslan fjallar einnig talsvert um innviði fyrir bæði rafgeyma og vetnisrafbíla. Enn er nokkuð í land með innviði fyrir báðar gerðir bíla. Skýrsluhöfundar telja þó að mikilvægt sé að koma á öflugri samvinnu einka- og opinbera aðila þegar kemur að uppbyggingu fyrstu innviða. Án innviða gæti innleiðing bíla orðið hægari en ella og því er mikilvægt að lykilaðilar vinni saman að fyrstu skrefum.

Skýrslan er unnin af óháðum aðilum og hvetjum við alla þá sem áhuga hafa á visthæfum samgöngum að lesa hana enda mjög mikilvægt innlegg í umræður um framtíðar samgöngur á Íslandi.

Skýrsla um framtíð rafsamgangna


Ný og endurbætt styrkjasíða Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Græna Orkan vill vekja athygli á nýrri og endurbættri styrkjasíðu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Þar má finna samansafn innlendra, norrænna og evrópskra styrkja sem standa fyrirækjum, félagasamtökum, stofnunum og einstaklingum til boða. Sjá eftirfarandi vefslóð: http://www.nmi.is/styrkir-og-studningsmoguleikar/

Þar má meðal annars finna kynningarfund um samnorræna styrkjamöguleika til umhverfis- og orkumála, þann 3. Nóvember kl. 14-16 í Norræna húsinu.

Skráning á kynningarfundinn fer fram á netfanginu: norden@nmi.is – tilkynna þarf mætingu fyrir 1. Nóvember.

Sjá nánari upplýsingar: http://www.nmi.is/styrkir-og-studningsmoguleikar/norraenir-styrkir-og-studningsmoguleikar/norraent-samstarf/nr/1115/

 

Styrkir til rafvæðingar í samgöngum

Norden Energyforskning „Energy og Transport“ hafa loks sett af stað nýja áætlun sem miðar að því að auka hlutdeild raforku í samgöngum. Í ár á að úthluta 10-12 milljónum DK til verkefna en umsóknarfresturinn er mjög skammur eða aðeins til 1. nóvermber næstkomandi. Græna Orkan vill hvetja innlenda áhugasama aðila til að sækja um. Rétt er að benda á að styrkir eru að hámarki 50% og nauðsynlegt er að hafa Skandinavísk fyrirtæki með í umsóknum.

Allar nánari upplýsingar er að finna á www.nordicenergy.net/onenews.cfm?Id=1-283&path=

Vinnufundur ráðstefna

Vinnufundurinn, ráðstefnan var haldin í Háskólinn í Reykjavík, fimmtudaginn 03. júní sl.

Í tengslum við skipan nefndar iðnaðarráðherra um Orkuskipti í samgöngum setti undirbúningshópur verkefnisins
á fót vinnufund, ráðstefnu til að fá innsýn í þau verkefni sem nú eru í gangi á Íslandi og snúa að notkun á innlendu visthæfu eldsneyti.

Fjallað var um rafbíla,  metan,  vetni, lífdísel o.fl. og í lokin voru umræður þar sem gestum gafst kostur á að koma
með spurningar og ábendingar til nefndarmanna.

Dagskrá

Eftirfarandi eru glærukynningar tengdar fundinum:

Breytingar á bílum í rafbíla, Hlynur Stefánsson, HR

Breytingar á bílum í rafbíla, Helgi Þór Ingason, HÍ

Rafbílar og innviðir, Sighvatur Lárusson 2012

Framtíðarbílar, Ivan Mladenovic

Kínverskir rafbílar, Halldór Sigurþórsson

iMIEV á Íslandi, Sigurður Kr. Björnsson, Hekla

Samtök um hreinorkubíla Hilmar Hilmarsson

Staða vetnisrafbíla og tengd verkefni, Jón Björn Skúlason, Íslensk NýOrka

Vetnisrafbílar; Hallmar Halldórs

Sætó; Ari Arnórsson, bílasmiður

Metan staða og framtíðarhorfur, Einar Vilhjálmsson

Breyingar á bensínbílum í metanbíla, Lingþór Jósepsson Vélamiðstöðin

Lífdíselframleiðsla á Íslandi, Ásgeir Ívarsson, Mannvit

Kynning á merki átaksins, iðnaðarráðherra

Carbon Recycling  International