Græna Orkan

Samstarfsvettvangur um orkuskipti

Græna Orkan

Calendar of Events

Event List Calendar
iCal Import

08/09/2021

Viðburður 30. september: Orkuskipti á flugvöllum

May be an image of airplane

Þann 30. september 2021 stóð Græna orkan í samstarfi við Isavia og Verkís fyrir vefviðburði undir yfirskriftinni orkuskipti á flugvöllum. Framsögumenn fundarins voru eftirfarandi:

• Olav Mosvold Larsen, framkvæmdastjóri Avinor Carbon Reduction Programme

• Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni Isavia

• Þórður Þorsteinsson, rafmagnstæknifræðingur Verkís

Fundarstjóri var Gunnar Valur Sveinsson, stjórnarmaður Grænu Orkunnar og verkefnastjóri hjá Samtökmu ferðaþjónustunnar.

Hér má sjá upptöku af fundinum.

Start: 08/09/2021
End: 08/09/2021
Venue: Online

13/02/2019

13. febrúar: Hádegisfyrirlestur um vistvænar almenningssamgöngur

Rafmagnsstrætó til sýnis við Hörpu í maí 2018. Mynd: AMK.

Nú líður að fyrsta hádegisfyrirlestri ársins 2019 um orkuskipti sem Orkustofnun og Græna orkan standa í sameiningu að. Að þessu sinni verða vistvænar almenningssamgöngur til umfjöllunar. Tveir fyrirlesarar munu halda stutt erindi:

Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs
Lilja Guðríður Karlsdóttir, verkefnastjóri Borgarlínu

Sem fyrr, verður fyrirkomulagið með þeim hætti að húsið opnar klukkan 11:30 með léttum veitingum en formleg dagskrá er 12:00-13:00. Fyrirlestrarnir fara fram í Orkugarði, Grensásvegi 9 en þangað ganga strætisvagnar númer 2, 3, 6, 14, 15, og 17 og yfirbyggð hjólageymsla er á bakvið húsalengjuna, við hliðina á Frumherja.
Viðburðurinn er öllum opinn, aðgangur ókeypis og verður honum streymt. Nánari upplýsingar um fundinn má finna á Facebook viðburði.

Uppfært 13. febrúar: glærur Jóhannesar og Lilja eru nú aðgengilegar hér fyrir ofan.

Start: 13/02/2019
End: 13/02/2019
Venue: Orkugarður
Address:
Google Map
Grensásvegur 9, Reykjavík, Iceland, 108

27/08/2014

Nordic Biogas Conference

Ráðstefnan Nordic Biogas Conference fer fram dagana 27. – 29. ágúst í Reykjavík.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu ráðstefnunnar www.nordicbiogas.com 

SORPA er gestgjafi ráðstefnunnar að þessu sinni en samstarfsaðilar eru:

SGC, Svens Gasteknisk Centre, Svíþjóð

Avfall Norge, Noregi

Branchföreningen för Biogas, Danmörk

Start: 27/08/2014
End: 29/08/2014
Address:
Reykjavík, Iceland

18/10/2011

Vinnufundur ráðstefna

Vinnufundurinn, ráðstefnan var haldin í Háskólinn í Reykjavík, fimmtudaginn 03. júní sl.

Í tengslum við skipan nefndar iðnaðarráðherra um Orkuskipti í samgöngum setti undirbúningshópur verkefnisins
á fót vinnufund, ráðstefnu til að fá innsýn í þau verkefni sem nú eru í gangi á Íslandi og snúa að notkun á innlendu visthæfu eldsneyti.

Fjallað var um rafbíla,  metan,  vetni, lífdísel o.fl. og í lokin voru umræður þar sem gestum gafst kostur á að koma
með spurningar og ábendingar til nefndarmanna.

Dagskrá

Eftirfarandi eru glærukynningar tengdar fundinum:

Breytingar á bílum í rafbíla, Hlynur Stefánsson, HR

Breytingar á bílum í rafbíla, Helgi Þór Ingason, HÍ

Rafbílar og innviðir, Sighvatur Lárusson 2012

Framtíðarbílar, Ivan Mladenovic

Kínverskir rafbílar, Halldór Sigurþórsson

iMIEV á Íslandi, Sigurður Kr. Björnsson, Hekla

Samtök um hreinorkubíla Hilmar Hilmarsson

Staða vetnisrafbíla og tengd verkefni, Jón Björn Skúlason, Íslensk NýOrka

Vetnisrafbílar; Hallmar Halldórs

Sætó; Ari Arnórsson, bílasmiður

Metan staða og framtíðarhorfur, Einar Vilhjálmsson

Breyingar á bensínbílum í metanbíla, Lingþór Jósepsson Vélamiðstöðin

Lífdíselframleiðsla á Íslandi, Ásgeir Ívarsson, Mannvit

Kynning á merki átaksins, iðnaðarráðherra

Carbon Recycling  International

Start: 18/10/2011
End: 18/10/2011
Address:
Iceland

Vinnufundur í Orkugarði

Græna Orkan boðar til vinnufundar í Orkugarði, Grensásvegi 9, þann 2. desember næstkomandi frá 13:15-17:00. Markmið fundarins er að kalla saman til skrafs og ráðagerða þá aðila sem hafa lýst yfir áhuga á þátttöku í verkefnum tengt orkuskiptum í samgöngum. Græna Orkan hefur nú verið starfandi í tæpt ½ ár og verið vistuð hjá iðnaðarráðuneytinu. Á sínum tíma lýsti iðnaðarráðherra því yfir að vonandi í framtíðinni væri hægt að byggja upp klasasamstarf milli aðila sem eru að vinna að verkefnum tengdum orkuskiptum í samgöngum. Eins og þið vitið öll þá eru orkuskipti og fyrirtæki tengd þeim frekar ung og flest enn á kafi í rannsóknar eða undirbúningsvinnu. Græna Orkan hefur því áhuga á að kanna hvort grundvöllur sé fyrir slíku klasasamstarfi eða hvort rétt sé að reka Grænu Orkuna á annan hátt – t.d. sem eins konar samtök, sem upplýsingamiðstöð fyrir fyrirtæki í þessum geira eða á annan hátt. Til að kanna þetta viljum við bjóða ykkur til þessa vinnufundar. Vonandi geta flestir séð sér fært að koma og viljum við heyra sem flestar hugmyndir.

Nánari upplýsingar og dagskrá fundarins

Til að halda utan um fjölda þátttakenda viljum við endilga biðja ykkur um að láta vita hvort þið takið þátt eða ekki með því að tilkynna þátttöku ykkar á glk@newenergy.is

Start: 18/10/2011
End: 18/10/2011
Address:
Iceland

Vinnu- og stefnumótunarfundur í orkuskiptum í samgöngum

Verkefnisstjórn Grænu orkunar boðar til vinnu- og stefnumótunarfundar í orkuskiptum í
samgöngum. Fundurinn verður haldinn þann 15. september í húsakynnum
Orkustofnunar á Grensásvegi 9 og hefst kl. 9.00. Áætlað er að honum ljúki kl.
12.30, en dagskrá er eftirfarandi;

9.00-9.15
Setning fundar og ávarp iðnaðarráðherra

9.15-9.40
Hvert erum við komin og hver eru næstu skref – Sverrir V Hauksson, form.
verkefnisstjórnar

9.40-9.50
Kaffihlé

9.50-11.3
Vinnuhópar að störfum

11.30-11.45
kaffihlé

11.45-12.30
Kynning vinnuhópa og samantekt

Vinnuhóparnir eru 4 og viljum við biðja þá sem ætla að mæta
á fundinn að STAÐFESTA komu sína og jafnframt að gefa þá upp hvaða hóp þeir óska
eftir að tilheyra.

hópar Græna orkan

VINSAMLEGAST STAÐFESTIÐ ÞÁTTTÖKU MEÐ ÞVÍ AÐ SENDA PÓST Á asl@os.is FYRIR 10. SEPT. MEÐ
ÓSK UM HVAÐA HÓP HVER VILL TILHEYRA

Vonumst til að sjá sem flesta – þetta skiptir okkur öll máli.

Start: 18/10/2011
End: 18/10/2011