Á Ricker’s Oil þjónustu- og bensínafgreiðslustöðvum í Indiana fylki Bandaríkjanna er nú einnig hægt hlaða rafbíla. Ricker’s Oil hefur í samstarfi við Nissan, Greater Indiana Clean Cities Coalition og Greenlots sett upp 9 hraðhleðslustaura á stöðvum sínum víðs vegar um fylkið. Hraðhleðslustöðvarnar eru þáttur í markaðsáætlun Nissan sem ber nafnið “No charge to charge” sem býður Leaf kaupendum ókeypis aðgang að hraðhleðslustöðvum í tvö ár.
Sjá nánar í frétt Green Car Reports hér.