Þingsályktunartillaga um orkuskipti kynnt á vorþingi

Þingsályktunartillaga um orkuskipti var lögð fram á lokadögum vorþingsins til kynningar en hún er hluti af sóknaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Tillagan er unnin í samstarfi við Grænu orkuna, samstarfsvettvang um orkuskipti og felur hún í sér markmið um orkuskipti á landi, láði og legi sem ná allt til ársins 2030.    Í tillögunni er aðgerðaráætlun í 25 liðum sem miða að því að draga kerfisbundið úr notkun jarðefnaeldsneytis og er m.a. stefnt að því að endurnýjanleg orka í samgöngum á landi verði 30% og 10% á hafi árið 2030.
Sjá þingsályktunartillöguna í heild sinni hér.