Norska vegagerðin hefur nú boðið út hönnun og smíða ferju sem ganga á á milli Hjelmeland-Nesvik-Skipavik. Um er að ræða tvær 80 bíla ferjur, þar sem önnur á að vera knúin vetni a.m.k. helming tímans en hin á að vera rafknúin.
Norðmenn hafa undanfarinn áratug verið framarlega í rafvæðingu ferjuflota síns og um leið samdrætti í útblæstri vegna samgangna á landi og legi.
Sjá nánar í frétt NCE Maritime CleanTech.