Vetn­is­stöð sett upp við Hell­is­heiðar­virkj­un

Á næstu vikum mun Orka náttúrunnar hefja tilraunaframleiðslu á vetni við Hellisheiðarvirkjun. Upp­setn­ing rafgreinis til vetnisframleiðslu er liður í evr­ópska verk­efninu Hydrogen Mobility Europe sem Orka nátt­úr­unn­ar tek­ur þátt í með tveim­ur öðrum ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um; Ork­unni og Íslenskri NýOrku. Ork­an opnaði tvær af­greiðslu­stöðvar fyr­ir vetn­is­bif­reiðar í júní síðastliðnum en þaðan verður selt inn­flutt vetni þar til hægt verður að af­greiða vetni framleitt á Hellisheiði á bíla í október mánuði.

Sjá nánar í frétt mbl.is.