Á næstu vikum mun Orka náttúrunnar hefja tilraunaframleiðslu á vetni við Hellisheiðarvirkjun. Uppsetning rafgreinis til vetnisframleiðslu er liður í evrópska verkefninu Hydrogen Mobility Europe sem Orka náttúrunnar tekur þátt í með tveimur öðrum íslenskum fyrirtækjum; Orkunni og Íslenskri NýOrku. Orkan opnaði tvær afgreiðslustöðvar fyrir vetnisbifreiðar í júní síðastliðnum en þaðan verður selt innflutt vetni þar til hægt verður að afgreiða vetni framleitt á Hellisheiði á bíla í október mánuði.
Sjá nánar í frétt mbl.is.