Vetnisbíll ekur 536 á einum tanki

Líkt og kunnugt er voru í byrjun sumars opnaðar tvær vetnisstöðvar á vegum Orkunnar, ein í Reykjavík og önnur í Reykjanesbæ. Á sama tíma voru vígðir 10 nýir vetnisbílar sem aka nú um götur landsins.

Keilir var eitt þeirra fyrirtækja sem tryggði sér vetnisbíl af gerðinni Hyundai ix35. Nýverið ákváðu þeir Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis og Helgi Dan Steinsson, umsjónarmaður fasteigna hjá Keili, að kanna hversu langt þeir kæmust á vetnistanki. Óku þeir eftirfarandi leið án viðkomu til að fylla á vetnistankinn: Ásbrú – Ártúnshöfði – Vík í Mýrdal (um Þrengsli) – Ásbrú (um Hellisheiði og Reykjavík). Þetta voru alls 536 km á einum tanki – geri aðrir betur!

Ökumaðurinn, Helgi Dan Steinsson t.v. og aðstoðarmaður t.h., Hjálmar Árnason