Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík hafa undanfarið ár unnið að verkefni um greiningu á þjóðhagslegri hagkvæmni rafbílavæðingar og hafa smíðað líkan sem metur áhrif af beitingu mismunandi hagrænna hvata stjórnvalda, s.s. ívilnunum, sköttum og gjöldum.
Niðurstöður greiningarinnar verða kynntar á opnum fundi í Norræna húsinu fimmtudaginn 1. nóvember kl. 9 – 10.30. Niðurstöðurnar eru mikilvægt innlegg til að meta næstu skref í orkuskiptum í samgöngum.
Fundurinn er ókeypis og öllum opinn. Skráning til þátttöku fer fram á vef Samorku.