Ísland er það ríki innan ESB og EFTA svæðisins sem var með mesta losun koltvísýrings (14 tonn CO2) frá hagkerfi á einstakling árið 2016. Losun hefur aukist vegna aukins flugreksturs og skipaflutninga frá árinu 2012. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar. Á Íslandi er losunin að stærstum hluta frá flugi og framleiðslu málma, en losun frá málmframleiðslu kemur til vegna bruna kola í rafskautum. Koltvísýringslosun frá hagkerfinu á einstakling hafi því farið vaxandi frá árinu 2016.