Losun frá hagkerfi mest á Íslandi 2016

Ísland er það ríki inn­an ESB og EFTA svæðis­ins sem var með mesta los­un kolt­ví­sýr­ings (14 tonn CO2) frá hag­kerfi á ein­stak­ling árið 2016. Los­un hef­ur auk­ist vegna auk­ins flugrekst­urs og skipa­flutn­inga frá ár­inu 2012. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar. Á Íslandi er los­un­in að stærst­um hluta frá flugi og fram­leiðslu málma, en los­un frá málm­fram­leiðslu kem­ur til vegna bruna kola í raf­skaut­um. Kolt­ví­sýr­ings­los­un frá hag­kerf­inu á ein­stak­ling hafi því farið vax­andi frá ár­inu 2016.