Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að langtímaorkustefna verði sett á kjörtímabilinu í samráði við alla þingflokka. Á upphafsstigum verði með opnu ferli leitað eftir hugmyndum og tillögum að innihaldi orkustefnu frá almenningi, hagsmunaaðilum og félagasamtökum. Samráðsferli er nú opið og hægt er að senda tillögur, hugmyndir og ábendingar í gegnum Samráðsgátt Stjórnarráðsins. Skilafrestur er il 1. febrúar næstkomandi.
Sjá nánar um málið hér á vef Stjórnarráðsins.