Íslenska tækniþróunarfyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) hefur gert samning við kínverska efnaframleiðandann Henan Shuncheng Groupum að hanna verksmiðju byggða á tækni CRI til að framleiða umhverfisvænt eldsneyti og efnavöru í Kína. Verksmiðjan mun endurnýta um 150.000 tonn af koltvísýringi og öðrum útblæstri til framleiðslu á um 180.000 tonnum af metanóli og metangasi árlega.
Sjá nánar í frétt Viðskiptablaðsins og frétt á vefsíðu CRI.