Hátækni CRI nýtt í Noregi

Norðmenn hyggjast nýta sér hátækni Carbon Recycling í Svartsengi til að reisa 28 milljarða króna verksmiðju í Norður-Noregi sem fangar útblástur frá kísilmálmvinnslu og breytir honum í umhverfisvænt eldsneyti.

Norska landsvirkjunin Statkraft, kísilmálmframleiðandinn Finnfjord og íslenska
hátæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) vinna nú í sameiningu að
því að þróa fyrstu verksmiðjuna sem framleiðir rafeldsneyti í fullri stærð.

Verksmiðjan mun afkasta 100.000 tonnum af rafmetanóli á ári. Hún mun hagnýta
koltvísýring (CO2) frá kísilmálmverksmiðju Finnfjord í samnefndum firði og vetni
sem framleitt verður með rafgreiningu á vatni með endurnýjanlegri orku af norska
landsnetinu.

Sjá hér grein á vef Statkraft, Tekniske Ukeblad. og Visir.is.

Íslensk tækni reynist vel til að geyma vindorku á fljótandi formi

Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) og samstarfsaðilar þess hafa nú formlega lokið MefCO2 rannsóknarverkefninu sem staðið hefur yfir frá árinu 2015. Í verkefninu, sem að hluta til var fjármagnað af Nýsköpunar-og rannsóknaráætlun Evrópusambandsins, var tilraunaverksmiðja sem byggir á ETL tæknilausn CRI (Emissions-to-Liquids) reist við orkuver RWE nærri Köln í Þýskalandi. Með rekstri verksmiðjunnar á síðastliðnu ári var sýnt fram á að nýta má tæknilausn CRI til að umbreyta vind- og sólarorku ásamt fönguðum koltvísýringi jafnóðum yfir á fljótandi form. Afurðin nefnist þá rafmetanól (e-methanol) sem auðvelt er að geyma, flytja og nýta með margvíslegum hætti.

Sjá nánar í frétt á vef CRI og fréttatilkynningu fyrirtækisins.

MefCO2 illustration.png

CRI undirritar samning um verksmiðju í Kína

Sindri Sindrason, Chief Executive Officer of CRI (left) and Xinshun Wang, President of Shuncheng Group (right) signed the agreement with Jin Zhijian, ambassador of the People’s Republic of China to Iceland in attendance.

Sindri Sindrason, Chief Executive Officer of CRI (left) and Xinshun Wang, President of Shuncheng Group (right) signed the agreement with Jin Zhijian, ambassador of the People’s Republic of China to Iceland in attendance.

Íslenska tækniþróunarfyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) hefur gert samning við kínverska efnaframleiðandann Henan Shuncheng Groupum að hanna verksmiðju byggða á tækni CRI til að framleiða umhverfisvænt eldsneyti og efnavöru í Kína. Verksmiðjan mun endurnýta um 150.000 tonn af koltvísýringi og öðrum útblæstri til framleiðslu á um 180.000 tonnum af metanóli og metangasi árlega.

Sjá nánar í frétt Viðskiptablaðsins og frétt á vefsíðu CRI.

CRI sigrar Sparkup Challenge í Finnlandi

Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International fagnaði sigri í Finnlandi í ...

Mynd frá viðtöku verðlauna í Sparkup challenge. Ljósmyndi: CRI.

Car­bon Recycl­ing In­ternati­onal (CRI) stóð uppi sem sig­ur­veg­ari í alþjóðlegri ný­sköp­un­ar­sam­keppni, Sparkup chal­lenge, sem Wärtsilä stóð fyr­ir í Finn­landi.

Keppn­in miðaði að því að finna þá tækni­lausn sem svar­ar best áskor­un­um sveiflu­kenndr­ar fram­leiðslu end­ur­nýj­an­legr­ar orku.

Sjá nánar í frétt mbl.is og á vefsíðu CRI.

CRI hlaut umhverfisverðlaunin Energy Globe Awards

Íslenska hátæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) hlaut nýverið verðlaunin Energy Globe Awards fyrir nýsköpun í þágu loftlagsverndar. Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum og einstaklingum sem skarað hafa fram úr í umhverfismálum. CRI hlaut verðlaunin fyrir ETL tæknilausn sína sem talin er gagnast við að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum, minnka losun koltvísýrings frá margskonar iðnaði og stuðla að orkuskiptum í samgöngum.

Sjá nánar í fréttablaðinu.

Alþjóðleg ráðstefna um þróun bíl- og skipavéla knúnar metanóli

Græna orkan vill vekja athygli á fyrstu alþjóðlegu ráðstefnunni um þróun bíl- og skipavéla knúnar metanóli, sem haldin er af Carbon Recycling International. Hún ber yfirskriftina Ráðstefna um þróun bíl- og skipavéla knúnar metanóli til að efla umhverfisvænar samgöngur á sjó og landi.

Ráðstefnan mun veita breiða sýn yfir nýsköpun sviði umhverfisvænni bíl- og skipavéla undanfarin misseri, en þróun tækni til að nýta metanól er hröð, ekki síst þar sem krafa um orkuskipti með sjálfbæru eldsneyti fer vaxandi, bæði í samgöngum á sjó og landi og í sjávarútvegi. Dagskrá má finna hér.

Ráðstefnan verður haldin þriðjudaginn 23. febrúar n.k. í Gullteigi á Grand Hotel, Reykjavík. Aðgangur er öllum opinn. Boðið verður upp á kaffiveitingar og léttan hádegisverð. Skráning til þátttöku skal berast í netfangið conference@cri.is.

Fyrirlesarar eru helstu alþjóðlegu sérfræðingar á sviði bílvéla og véla fyrir skip og báta sem knúnar eru metanóli, fjallað verður um sprengihreyfla, tengiltvinnbíla og efnarafala.

Efni ráðstefnunnar ætti að höfða til allra sem áhuga hafa á umhverfisvænni lausnum í samgöngum og í sjávarútvegi og verður þar varpað nýju ljósi á ögranir og möguleika á þessu sviði.

Þá verður hulunni svipt af fyrstu bílunum sem ganga fyrir hreinu metanóli, frá bílaframleiðandum Geely sem er hluthafi í CRI. Prófanir á þessum bílum eru að hefjast hér á landi, í samvinnu CRI, Geely og Brimborgar.

Meðal sérfræðinga á ráðstefnunni eru yfirmenn rannsókna og þróunar Geely bílaverksmiðjanna og Fiat Chrysler samsteypunnar, sem unnið hafa að þróun bílvéla fyrir metanól og helsti ráðgjafi Wärtsilä í Finnlandi sem er meðal þeirra fyrirtækja sem nú framleiða metanólvélar fyrir skip og báta. Þá tala m.a. sérfræðingar frá MIT háskólanum í Boston, Chalmers tækniháskólanum í Gautaborg, Ghent háskóla og tækniháskólanum í Kaupmannahöfn um stöðu og horfur í þróun véla og tæknibúnaðar.

Örfyrirlestrar um endurnýjanlegt innlent eldsneyti og eldsneytiseftirlit

Græna orkan býður félögum til örfyrirlestra í Orkugarði fimmtudaginn 26. nóvember klukkan 14.

Dagskráin verður eftirfarandi:

  • Eftirlit OS með endurnýjanlegu eldsneyti – Ágústa Loftsdóttir, Orkustofnun
  • Endurnýjanlegt metanól CRI – Benedikt Stefánsson, CRI
  • Framtíðar íblöndun í vistvænt eldsneyti – Sigurður Eiríksson, Íslenskt eldsneyti
  • Dísileldsneyti úr lífrænum úrgangi – Sigurður Ingólfsson, Lífdísill
  • Lífdísilvörur Orkeyjar – Teitur Gunnarsson, Mannvit
  • Metanframleiðsla Sorpu bs. Sjálfbærasti kosturinn? – Bjarni Hjarðar, Sorpa
  • Vistorka – veseni breytt í verðmæti – Guðmundur H. Sigurðarson, Vistorka
Reiknað er með að hver fyrirlestur taki um 10 mínútur og tími gefist fyrir 1-2 spurningar. Í lok dagskrár verða umræður og tækifæri til frekari fyrirspurna.
Aðgangur er ókeypis en skráning til þátttöku skal berast til amk@newenergy.is.

Stena Germanica, fyrsta metanól ferjan, hefur siglingar

Stena Germanica, ferja Stena Line sem siglir á milli Kiel og Gautaborgar, hefur verið breytt og hún gerð umhverfisvænni. Ein af fjórum Wärtsilä vélum hennar gengur nú fyrir metanóli og til stendur að breyta hinum þremur sumarið 2015. Árangur verkefnisins, sem kostaði um 22 milljónir evra, felst fyrst og fremst í stórlækkuðum útblæstri skaðlegra lofttegunda en reiknað er með að útstreymi SOx dragist saman um 99%, NOx um 60%, rykagna um 95% og CO2 um 25%.

Sjá nánar í frétt Kieler Nachrichten og Baltic Transport Journal.

CRI

Nú styttist í að Carbon Recycling International opni metanól verksmiðju sína í Svartsengi