Úthlutun Orkusjóðs vegna hleðslustöðva við gististaði

Nýverið úthlutaði Orkusjóður styrkjum til uppsetningar hleðslustöðva við hótel og gististaði víða um land, þar sem hægt verður að hlaða ríflega 110 rafbíla á hverjum tíma. Verkefnið er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og uppbyggingu innviða vegna orkuskipta í samgöngum. Staðsetningar hleðslustöðvanna eru merktar með grænu á meðfylgjandi korti en nánar má lesa um úthlutunina á vefsíðu Orkustofnunar.