Mengunarlaus gata í London

Næsta vor mun Lundúnaborg hrinda af stað 18 mánaða tilraunaverkefni sem snýst um að loka einni götu, Beech Street, fyrir umferð allra bíla nema hreinorkubíla (e. zero emission). Einnig verður leyfð hefðbundin umferð gangandi og hjólandi vegfarenda. Tilgangurinn er sá að draga úr mengun í borginni og verða áhrif á loftgæði og umferð mæld á meðan á verkefninu stendur.

Sjá nánar í grein Climate Action.